Óhuggulegasta mynd ársins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. desember 2011 08:00 Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira