Kynjafræði í framhaldsskólum Jón Karl Einarsson skrifar 6. desember 2011 06:00 Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun