Fríkirkjan nötraði Trausti Júlíusson skrifar 22. nóvember 2011 20:00 Tónleikar. Fjallabræður. Ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni, Jónasi Sigurðssyni og Mugison. Fríkirkjan, 19. nóvember. Það var í einu orði sagt mögnuð stemning á tónleikum Fjallabræðra í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hélt tvenna tónleika sama kvöldið og var uppselt á þá báða. Ég var á þeim seinni og það var greinilegt að gestirnir sem troðfylltu Fríkirkjuna klukkan hálf ellefu voru mættir til þess að skemmta sér. Og það sama gildir um Fjallabræðurna sjálfa. Hljómsveitin samanstendur sem kunnugt er af um það bil fimmtíu manna karlakór og rokkhljómsveit, en á laugardagskvöldið spilaði fiðluleikarinn Unnur Birna Björnsdóttir líka stórt hlutverk, auk þess sem nokkrir blásarar komu við sögu. Kórstjórinn og gítarleikarinn Halldór Gunnar Pálsson sá svo um að halda mönnum við efnið, bæði kórnum sjálfum og tónleikagestum með skemmtilegum kynningum milli laga. Fjallabræður byrjuðu á nokkrum lögum af plötunni sem þeir gáfu út fyrir tveimur árum og náðu upp fínni stemningu. Þeir tóku svo nýtt lag sem Unnur Birna söng forsöng í, mjög flott. Þegar sérstakir gestir sveitarinnar komu á svið fór hins vegar fyrst að hitna almennilega í húsinu. Fyrstur kom Magnús Þór Sigmundsson og söng með þeim lögin Jörðin sem ég ann og Freyja. Það síðarnefnda var ennþá betra og kallaði fram gæsahúð og kökk í hálsinn. Næst kom Jónas Sigurðsson og tók tvö lög, Allt er eitthvað og Hamingjan. Þegar seinna lagið hljómaði hreinlega nötraði Fríkirkjan af stuði og stemningu. Jónas hafði líka kynnt það vel og tengt það við ákveðið atriði í norska sjónvarpinu sem fékk metáhorf… Það hefði ekki hver sem er getað fylgt eftir þeim hápunkti sem flutningur Hamingjulagsins var á laugardagskvöldið, en Mugison er heldur ekki hver sem er. Hann fór létt með það. Fyrst tók hann Ljósvíkinginn í flottri kórútgáfu og svo ofursmellinn Stingum af (sjá má myndband sem einn gestanna tók upp hér fyrir ofan). Bæði kórinn og gestir í salnum sungu með í því og gleðin skein af hverju andliti. Aftur skalf kirkjan. Fjallabræður kláruðu svo tónleikana með tveimur lögum til viðbótar, en í því seinna gekk mannskapurinn syngjandi út úr kirkjunni – fyrst kórinn, þá hljóðfæraleikararnir, hljóðmaðurinn og loks glaðir og sáttir tónleikagestir. Niðurstaða: Fjallabræður og gestir fylltu Fríkirkjuna af gleði og góðri tónlist á laugardagskvöldið. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónleikar. Fjallabræður. Ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni, Jónasi Sigurðssyni og Mugison. Fríkirkjan, 19. nóvember. Það var í einu orði sagt mögnuð stemning á tónleikum Fjallabræðra í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hélt tvenna tónleika sama kvöldið og var uppselt á þá báða. Ég var á þeim seinni og það var greinilegt að gestirnir sem troðfylltu Fríkirkjuna klukkan hálf ellefu voru mættir til þess að skemmta sér. Og það sama gildir um Fjallabræðurna sjálfa. Hljómsveitin samanstendur sem kunnugt er af um það bil fimmtíu manna karlakór og rokkhljómsveit, en á laugardagskvöldið spilaði fiðluleikarinn Unnur Birna Björnsdóttir líka stórt hlutverk, auk þess sem nokkrir blásarar komu við sögu. Kórstjórinn og gítarleikarinn Halldór Gunnar Pálsson sá svo um að halda mönnum við efnið, bæði kórnum sjálfum og tónleikagestum með skemmtilegum kynningum milli laga. Fjallabræður byrjuðu á nokkrum lögum af plötunni sem þeir gáfu út fyrir tveimur árum og náðu upp fínni stemningu. Þeir tóku svo nýtt lag sem Unnur Birna söng forsöng í, mjög flott. Þegar sérstakir gestir sveitarinnar komu á svið fór hins vegar fyrst að hitna almennilega í húsinu. Fyrstur kom Magnús Þór Sigmundsson og söng með þeim lögin Jörðin sem ég ann og Freyja. Það síðarnefnda var ennþá betra og kallaði fram gæsahúð og kökk í hálsinn. Næst kom Jónas Sigurðsson og tók tvö lög, Allt er eitthvað og Hamingjan. Þegar seinna lagið hljómaði hreinlega nötraði Fríkirkjan af stuði og stemningu. Jónas hafði líka kynnt það vel og tengt það við ákveðið atriði í norska sjónvarpinu sem fékk metáhorf… Það hefði ekki hver sem er getað fylgt eftir þeim hápunkti sem flutningur Hamingjulagsins var á laugardagskvöldið, en Mugison er heldur ekki hver sem er. Hann fór létt með það. Fyrst tók hann Ljósvíkinginn í flottri kórútgáfu og svo ofursmellinn Stingum af (sjá má myndband sem einn gestanna tók upp hér fyrir ofan). Bæði kórinn og gestir í salnum sungu með í því og gleðin skein af hverju andliti. Aftur skalf kirkjan. Fjallabræður kláruðu svo tónleikana með tveimur lögum til viðbótar, en í því seinna gekk mannskapurinn syngjandi út úr kirkjunni – fyrst kórinn, þá hljóðfæraleikararnir, hljóðmaðurinn og loks glaðir og sáttir tónleikagestir. Niðurstaða: Fjallabræður og gestir fylltu Fríkirkjuna af gleði og góðri tónlist á laugardagskvöldið.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp