Léttklæddar íslenskar mæðgur hneyksla Bandaríkjamenn 15. nóvember 2011 08:00 Jóhanna er ánægð með auglýsingarherferðina sem skartar henni og dóttur hennar Indíu í aðalhlutverkum. Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines „Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
„Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira