Léttklæddar íslenskar mæðgur hneyksla Bandaríkjamenn 15. nóvember 2011 08:00 Jóhanna er ánægð með auglýsingarherferðina sem skartar henni og dóttur hennar Indíu í aðalhlutverkum. Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines „Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira