Tíminn til að hemja hlýnun að renna út 10. nóvember 2011 05:30 Erfitt verður að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu. nordicphotos/AFP „Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
„Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira