„Gömlu dagana gefðu mér“ 9. nóvember 2011 06:00 Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar