Ferðafrelsi Snorri Baldursson skrifar 29. október 2011 06:00 Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Sjá meira
Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun