Búskapur í stað veiðimennsku Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. október 2011 06:00 Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð. Aðrar náttúruperlur hafa hins vegar horfið eða spillst vegna virkjanaframkvæmda. Í þeim tilvikum hefur verið deilt um vægi náttúrunnar á móti arðseminni og vel að merkja án þess að haldgóðar upplýsingar um arðsemi hafi legið fyrir. Sú hugsun að líta á allt fallvatn sem rennur óvirkjað til sjávar sem vannýtta orku hefur verið ráðandi. Nú sér loks fyrir endann á þeirri veiðimannasýn sem einkennt hefur stefnuna eða öllu heldur stefnuleysið í virkjanamálum. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða er langt á veg komin og verður ef að líkum lætur afgreidd á yfirstandandi þingi. Með henni verður í fyrsta sinn til skýr sýn á það hvar á að vernda og hvar á að virkja. Í fyrirliggjandi drögum að rammaáætlun kemur líka berlega í ljós að sé eingöngu virkjað þar sem lítið eða ekkert er umdeilt að virkja frá náttúruverndarsjónarmiðum er ekki svo langt í land með að fullvirkjað sé á Íslandi. Hér er vissulega hægt að framleiða miklu meiri orku en þjóðin kæmist nokkru sinni yfir að nýta á heimilum sínum og í framleiðslu á matvælum og öðrum varningi til heimabrúks. Í alheimssamhenginu er framleiðanleg orka á litla Íslandi þó ekki svo mikil. Þannig er ljóst að fullyrðingin um að virkjanir á Íslandi vegi þungt í orkumálum heimsins stenst ekki. Í aðdraganda virkjanaframkvæmda hefur þeirri mýtu þó iðulega verið haldið á lofti ásamt því að með því að virkja hér á landi séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, að íslensk vatnsorka dragi á móti úr notkun mengandi orkugjafa, endurnýjanleg orka á móti óendurnýjanlegri. Talað er um öll störfin sem skapast bæði við sjálfa virkjanaframkvæmdina og svo einnig við álframleiðsluna sem við tekur, auk útflutningstekna og beinna og óbeinna áhrifa á hagkerfið. Minna hefur farið fyrir heildarútreikningi á arðsemi, enda hefur verð á raforku til stóriðju verið leyndarmál þannig að ekki hefur verið hægt að styðjast við slíkar tölur. Þannig hafa skammtímasjónarmið um hagvöxt vegið allt of þungt þegar ákvarðanir hafa verið teknar um virkjunarframkvæmdir sem vel að merkja eru endanlegar. Það er mikilvægt að forstjóri Landsvirkjunar talar nú í anda búskaparhugsunarinnar. Í frétt blaðsins í gær segir hann að „ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr“. Veiðimannahugsun og skammtímasjónarmið hafa vikið fyrir búmennsku. Það er mikilvægt þegar um er að ræða náttúru og auðlindir sem við sem nú byggjum landið eigum ekki meiri rétt til en þau sem ófædd eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun
Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð. Aðrar náttúruperlur hafa hins vegar horfið eða spillst vegna virkjanaframkvæmda. Í þeim tilvikum hefur verið deilt um vægi náttúrunnar á móti arðseminni og vel að merkja án þess að haldgóðar upplýsingar um arðsemi hafi legið fyrir. Sú hugsun að líta á allt fallvatn sem rennur óvirkjað til sjávar sem vannýtta orku hefur verið ráðandi. Nú sér loks fyrir endann á þeirri veiðimannasýn sem einkennt hefur stefnuna eða öllu heldur stefnuleysið í virkjanamálum. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða er langt á veg komin og verður ef að líkum lætur afgreidd á yfirstandandi þingi. Með henni verður í fyrsta sinn til skýr sýn á það hvar á að vernda og hvar á að virkja. Í fyrirliggjandi drögum að rammaáætlun kemur líka berlega í ljós að sé eingöngu virkjað þar sem lítið eða ekkert er umdeilt að virkja frá náttúruverndarsjónarmiðum er ekki svo langt í land með að fullvirkjað sé á Íslandi. Hér er vissulega hægt að framleiða miklu meiri orku en þjóðin kæmist nokkru sinni yfir að nýta á heimilum sínum og í framleiðslu á matvælum og öðrum varningi til heimabrúks. Í alheimssamhenginu er framleiðanleg orka á litla Íslandi þó ekki svo mikil. Þannig er ljóst að fullyrðingin um að virkjanir á Íslandi vegi þungt í orkumálum heimsins stenst ekki. Í aðdraganda virkjanaframkvæmda hefur þeirri mýtu þó iðulega verið haldið á lofti ásamt því að með því að virkja hér á landi séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, að íslensk vatnsorka dragi á móti úr notkun mengandi orkugjafa, endurnýjanleg orka á móti óendurnýjanlegri. Talað er um öll störfin sem skapast bæði við sjálfa virkjanaframkvæmdina og svo einnig við álframleiðsluna sem við tekur, auk útflutningstekna og beinna og óbeinna áhrifa á hagkerfið. Minna hefur farið fyrir heildarútreikningi á arðsemi, enda hefur verð á raforku til stóriðju verið leyndarmál þannig að ekki hefur verið hægt að styðjast við slíkar tölur. Þannig hafa skammtímasjónarmið um hagvöxt vegið allt of þungt þegar ákvarðanir hafa verið teknar um virkjunarframkvæmdir sem vel að merkja eru endanlegar. Það er mikilvægt að forstjóri Landsvirkjunar talar nú í anda búskaparhugsunarinnar. Í frétt blaðsins í gær segir hann að „ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr“. Veiðimannahugsun og skammtímasjónarmið hafa vikið fyrir búmennsku. Það er mikilvægt þegar um er að ræða náttúru og auðlindir sem við sem nú byggjum landið eigum ekki meiri rétt til en þau sem ófædd eru.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun