Það geta ekki allir lesið þetta 27. október 2011 06:00 Sú staðreynd að 23% drengja og 9% stúlkna geti ekki lesið sér til gagns 15 ára sýnir svo ekki verður um villst að aðgerða er þörf í lestrarkennslu á Íslandi. Sá sem getur ekki lesið sér til gagns stendur illa að vígi í langflestum námsgreinum. Skýrsla um námsárangur drengja sem starfshópur Reykjavíkurborgar vann leiddi í ljós grafalvarlega stöðu í lestrarkunnáttu íslenskra barna og unglinga. Tölurnar eru sláandi, sérstaklega þær sem sýna þann fjölda drengja sem getur ekki lesið sér til gagns. Þótt undarlegt megi virðast eru þessar niðurstöður ekki nýjar af nálinni. Þessi mikli munur hefur verið til staðar frá fyrstu PISAkönnuninni árið 2000. Það gengur því ekki lengur að skýra út stöðuna með afsökunum á borð við að árgangar séu ólíkir eða að skólakerfið hafi verið í breytingaferli. Það er kominn tími til að bretta upp ermar og hækka hlutfall unglinga sem geta lesið sér til gagns og ánægju, eins og aðalnámskrá kveður á um. Verkefni yfirvaldaRáðuneyti menntamála er æðsta stjórn menntamála. Í 10 ár hafa legið fyrir greiningar um lestrarvandann, sem er vafalítið undirrót mikils brottfalls í framhaldsskólum og ýmissa félagslegra vandamála. Svandís Svavarsdóttir, sitjandi menntamálaráðherra, sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að ráðuneytið hefði „óskað eftir því við Námsmatsstofnun að fá sambærilega greiningu unna fyrir alla grunnskóla í landinu“. Þetta er óþarfi enda tími greininga löngu liðinn. Staðan liggur fyrir. Ráðuneytið verður að setja af stað markvissar aðgerðir til að fjölga verulega unglingum sem lesa sér til gagns, aðgerðir sem eru mælanlegar, vel skilgreindar og auðframkvæmanlegar í stað fleiri umræðufunda eða óskýrra skilaboða. Slíkar aðgerðir eru til og hafa skilað árangri. Næst skal nefna sveitarfélögin. Reykjavíkurborg hefur samþykkt allar tíu tillögur starfshópsins. Tillögurnar miða m.a. að markvissari eftirfylgni barna sem sem glíma við lestrarerfiðleika. Í dag eru mælingar í 2., 4., 7., og 10. bekk ekki nýttar til að tryggja að börn sem mælast slök í lestri nái sér upp úr hjólförunum. Hægt er að sjá strax í öðrum bekk hverjir þurfa aðstoð, en með inngripum þarf að tryggja að þeir hafi bætt sig í fjórða bekk og geti í síðasta lagi lesið sér til gagns í sjöunda bekk. Einnig var samþykkt að búa til fyrirlestra fyrir kennara á tölvutæku formi sem fjalla um tölvuheim ungmenna. Við verðum öll að skilja betur þann síbreytilega heim sem börnin okkar búa við og sækja fast í. Um 60-70% kennara telja sig þurfa mikla starfsþróun í færni í upplýsingatækni við kennslu en of lítil þekking á síbreytilegum tölvuheimi hefur áhrif á hugmyndir okkar um áhuga barna. Bókasöfn og bókakostur eru svo lykilþáttur í auknum árangri og ber að varast niðurskurð þar. Heldur ætti að hvetja börn til að heimsækja bókasöfnin, en 33% drengja og 67% stúlkna 18 ára og yngri eiga bókasafnsskírteini í Reykjavík. Verkefni skóla og foreldraAllir skólar í Reykjavík fá sérstaka kynjagreiningu á stöðu sinni út frá árangri. Þeir skólar sem dragast aftur úr geta með þessum upplýsingum breytt vinnubrögðum, fengið stuðning og bætt stöðu nemenda sinna út frá sinni stefnu. Skólar geta t.d. sett fleiri klukkustundir í lestur, unnið meira með hljóðfræði og aukið þjálfun líkt og Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði, bendir á. Að auki þarf skólafólk að ræða niðurstöður í samhengi við breytingar sl. ára frá stýrðum kennsluháttum í aukið uppgötvunarnám. Foreldrar eru mikilvægasti hlekkurinn í lífi og árangri barna sinna. Best er að lesa fyrir börnin, lesa með þeim, ræða um hvað þau lesa og vera góð fyrirmynd. Setja þarf markmið í lestri með börnunum og fá stuðning hjá kennurum um hvað sé raunhæft. Foreldrar verða að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna sinna. Mikilvægt er að gagnrýna ekki hvaða efni börn velja því ánægja af lestri er einn mikilvægasti áhrifaþátturinn í árangri. Andrés Önd, Skúli skelfir, íþróttasíður eða texti á netinu, allt dugar ef það vekur áhuga og hjálpar barni að kynnast töfraheimi bóka. Hafa þarf í huga að börn sem eiga erfitt með lestur bóka eiga erfitt með lestur alls texta, líka texta í tölvu. Ráðherra grípi boltannSem formaður starfshópsins skora ég á menntamálaráðherra að grípa boltann. Menntamálaráðherra verður að leiða sókn gegn lélegri lestrarkunnáttu. Lestrarkunnátta er algjört grundvallaratriði, illa læs einstaklingur á erfitt uppdráttar í námi og möguleikar hans á vinnumarkaði takmarkast. Við verðum að ráðast í skýrar aðgerðir með mælanlegum markmiðum sem fjölgar þeim sem lesa sér til gagns og ánægju. Mikilvægast af öllu er að umræðan sofni ekki, eina ferðina enn, og að við vöknum ekki við næstu skýrslu sem sýnir óbreytta eða versnandi stöðu. Sýnum í verki að við viljum áfram vera í fremstu röð sem bókmenntaþjóð þar sem slagorð um læsi Íslendinga eru ekki einungis orðin tóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Sú staðreynd að 23% drengja og 9% stúlkna geti ekki lesið sér til gagns 15 ára sýnir svo ekki verður um villst að aðgerða er þörf í lestrarkennslu á Íslandi. Sá sem getur ekki lesið sér til gagns stendur illa að vígi í langflestum námsgreinum. Skýrsla um námsárangur drengja sem starfshópur Reykjavíkurborgar vann leiddi í ljós grafalvarlega stöðu í lestrarkunnáttu íslenskra barna og unglinga. Tölurnar eru sláandi, sérstaklega þær sem sýna þann fjölda drengja sem getur ekki lesið sér til gagns. Þótt undarlegt megi virðast eru þessar niðurstöður ekki nýjar af nálinni. Þessi mikli munur hefur verið til staðar frá fyrstu PISAkönnuninni árið 2000. Það gengur því ekki lengur að skýra út stöðuna með afsökunum á borð við að árgangar séu ólíkir eða að skólakerfið hafi verið í breytingaferli. Það er kominn tími til að bretta upp ermar og hækka hlutfall unglinga sem geta lesið sér til gagns og ánægju, eins og aðalnámskrá kveður á um. Verkefni yfirvaldaRáðuneyti menntamála er æðsta stjórn menntamála. Í 10 ár hafa legið fyrir greiningar um lestrarvandann, sem er vafalítið undirrót mikils brottfalls í framhaldsskólum og ýmissa félagslegra vandamála. Svandís Svavarsdóttir, sitjandi menntamálaráðherra, sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að ráðuneytið hefði „óskað eftir því við Námsmatsstofnun að fá sambærilega greiningu unna fyrir alla grunnskóla í landinu“. Þetta er óþarfi enda tími greininga löngu liðinn. Staðan liggur fyrir. Ráðuneytið verður að setja af stað markvissar aðgerðir til að fjölga verulega unglingum sem lesa sér til gagns, aðgerðir sem eru mælanlegar, vel skilgreindar og auðframkvæmanlegar í stað fleiri umræðufunda eða óskýrra skilaboða. Slíkar aðgerðir eru til og hafa skilað árangri. Næst skal nefna sveitarfélögin. Reykjavíkurborg hefur samþykkt allar tíu tillögur starfshópsins. Tillögurnar miða m.a. að markvissari eftirfylgni barna sem sem glíma við lestrarerfiðleika. Í dag eru mælingar í 2., 4., 7., og 10. bekk ekki nýttar til að tryggja að börn sem mælast slök í lestri nái sér upp úr hjólförunum. Hægt er að sjá strax í öðrum bekk hverjir þurfa aðstoð, en með inngripum þarf að tryggja að þeir hafi bætt sig í fjórða bekk og geti í síðasta lagi lesið sér til gagns í sjöunda bekk. Einnig var samþykkt að búa til fyrirlestra fyrir kennara á tölvutæku formi sem fjalla um tölvuheim ungmenna. Við verðum öll að skilja betur þann síbreytilega heim sem börnin okkar búa við og sækja fast í. Um 60-70% kennara telja sig þurfa mikla starfsþróun í færni í upplýsingatækni við kennslu en of lítil þekking á síbreytilegum tölvuheimi hefur áhrif á hugmyndir okkar um áhuga barna. Bókasöfn og bókakostur eru svo lykilþáttur í auknum árangri og ber að varast niðurskurð þar. Heldur ætti að hvetja börn til að heimsækja bókasöfnin, en 33% drengja og 67% stúlkna 18 ára og yngri eiga bókasafnsskírteini í Reykjavík. Verkefni skóla og foreldraAllir skólar í Reykjavík fá sérstaka kynjagreiningu á stöðu sinni út frá árangri. Þeir skólar sem dragast aftur úr geta með þessum upplýsingum breytt vinnubrögðum, fengið stuðning og bætt stöðu nemenda sinna út frá sinni stefnu. Skólar geta t.d. sett fleiri klukkustundir í lestur, unnið meira með hljóðfræði og aukið þjálfun líkt og Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði, bendir á. Að auki þarf skólafólk að ræða niðurstöður í samhengi við breytingar sl. ára frá stýrðum kennsluháttum í aukið uppgötvunarnám. Foreldrar eru mikilvægasti hlekkurinn í lífi og árangri barna sinna. Best er að lesa fyrir börnin, lesa með þeim, ræða um hvað þau lesa og vera góð fyrirmynd. Setja þarf markmið í lestri með börnunum og fá stuðning hjá kennurum um hvað sé raunhæft. Foreldrar verða að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna sinna. Mikilvægt er að gagnrýna ekki hvaða efni börn velja því ánægja af lestri er einn mikilvægasti áhrifaþátturinn í árangri. Andrés Önd, Skúli skelfir, íþróttasíður eða texti á netinu, allt dugar ef það vekur áhuga og hjálpar barni að kynnast töfraheimi bóka. Hafa þarf í huga að börn sem eiga erfitt með lestur bóka eiga erfitt með lestur alls texta, líka texta í tölvu. Ráðherra grípi boltannSem formaður starfshópsins skora ég á menntamálaráðherra að grípa boltann. Menntamálaráðherra verður að leiða sókn gegn lélegri lestrarkunnáttu. Lestrarkunnátta er algjört grundvallaratriði, illa læs einstaklingur á erfitt uppdráttar í námi og möguleikar hans á vinnumarkaði takmarkast. Við verðum að ráðast í skýrar aðgerðir með mælanlegum markmiðum sem fjölgar þeim sem lesa sér til gagns og ánægju. Mikilvægast af öllu er að umræðan sofni ekki, eina ferðina enn, og að við vöknum ekki við næstu skýrslu sem sýnir óbreytta eða versnandi stöðu. Sýnum í verki að við viljum áfram vera í fremstu röð sem bókmenntaþjóð þar sem slagorð um læsi Íslendinga eru ekki einungis orðin tóm.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun