Gaddafí var líklega ríkasti maður heims 25. október 2011 00:30 Líbísk börn Auðæfi Gaddafís nema 3,5 milljónum króna á hvert mannsbarn í landinu, samtals um það bil 23 milljörðum króna. nordicphotos/AFP Þeir þrír menn sem taldir hafa verið ríkastir í heimi, Carlos Slim Helu, Bill Gates og Warren Buffett, eiga samkvæmt tímaritinu Forbes samtals 180 milljarða dala. Múammar Gaddafí átti hins vegar 200 milljarða dala þegar hann var drepinn í Líbíu á fimmtudaginn var, reynist útreikningar þeirra sem teknir eru til við að skoða málið réttir. Þetta jafnast á við 23 þúsund milljarða króna. Auðæfi sín geymdi Gaddafí að hluta á bankareikningum víða um heim, en hafði einnig fest þau að stórum hluta í fasteignum og fyrirtækjum af ýmsu tagi. Nú þegar hann er látinn kemur í fyrsta sinn í ljós hversu mikil þau voru orðin. Og heildarupphæðin hefur komið verulega á óvart. Íbúar Líbíu eru 6,6 milljónir. Gaddafí hafði því tekið frá fyrir sjálfan sig 30 þúsund Bandaríkjadali fyrir hvern einasta íbúa landsins, eða sem svarar um það bil þremur og hálfri milljón króna. Þriðjungur landsmanna býr við fátækt samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna. Bráðabirgðastjórn byltingarmanna í Líbíu á þó ekki auðvelt með að koma höndum yfir þetta fé, enda hefur öllum refsiaðgerðum gegn Gaddafí enn ekki verið létt. Þær fólust meðal annars í því að eignir hans erlendis voru frystar. Bæði Bandaríkin, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að frystingu verði aflétt hið fyrsta svo ný stjórnvöld í landinu geti fengið þetta fé til umráða. Sameinuðu þjóðirnar hafa samt aðeins aflétt frystingu af 1,5 milljarði dala, sem geymdir voru á bankareikningum í Bandaríkjunum. Helmingur þess fjár hefur þegar verið greiddur út af reikningunum. Tekjur Líbíu hafa einkum komið af olíusölu en Gaddafí hefur að auki óspart notað það fé, sem hjálparsamtök og alþjóðastofnanir veittu í efnahagsaðstoð af ýmsu tagi, til eigin nota og í þágu fjölskyldu sinnar. Aðstoð við íbúa landsins sat því á hakanum, einkum aðstoð við íbúa í austurhluta landsins sem jafnan hafa verið heldur andsnúnari stjórn hans en íbúar vesturhlutans. Áður en Gaddafí hraktist frá völdum var vitað um ríflega hundrað milljónir dala, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi, Englandi og Þýskalandi höfðu fryst. Þegar farið var að athuga fjárreiður Gaddafís komu tugir milljarða í ljós sem geymdir voru í flestum stærri löndum heims, þar á meðal í flestum löndum Mið-Austurlanda og Suðaustur-Asíu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þeir þrír menn sem taldir hafa verið ríkastir í heimi, Carlos Slim Helu, Bill Gates og Warren Buffett, eiga samkvæmt tímaritinu Forbes samtals 180 milljarða dala. Múammar Gaddafí átti hins vegar 200 milljarða dala þegar hann var drepinn í Líbíu á fimmtudaginn var, reynist útreikningar þeirra sem teknir eru til við að skoða málið réttir. Þetta jafnast á við 23 þúsund milljarða króna. Auðæfi sín geymdi Gaddafí að hluta á bankareikningum víða um heim, en hafði einnig fest þau að stórum hluta í fasteignum og fyrirtækjum af ýmsu tagi. Nú þegar hann er látinn kemur í fyrsta sinn í ljós hversu mikil þau voru orðin. Og heildarupphæðin hefur komið verulega á óvart. Íbúar Líbíu eru 6,6 milljónir. Gaddafí hafði því tekið frá fyrir sjálfan sig 30 þúsund Bandaríkjadali fyrir hvern einasta íbúa landsins, eða sem svarar um það bil þremur og hálfri milljón króna. Þriðjungur landsmanna býr við fátækt samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna. Bráðabirgðastjórn byltingarmanna í Líbíu á þó ekki auðvelt með að koma höndum yfir þetta fé, enda hefur öllum refsiaðgerðum gegn Gaddafí enn ekki verið létt. Þær fólust meðal annars í því að eignir hans erlendis voru frystar. Bæði Bandaríkin, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að frystingu verði aflétt hið fyrsta svo ný stjórnvöld í landinu geti fengið þetta fé til umráða. Sameinuðu þjóðirnar hafa samt aðeins aflétt frystingu af 1,5 milljarði dala, sem geymdir voru á bankareikningum í Bandaríkjunum. Helmingur þess fjár hefur þegar verið greiddur út af reikningunum. Tekjur Líbíu hafa einkum komið af olíusölu en Gaddafí hefur að auki óspart notað það fé, sem hjálparsamtök og alþjóðastofnanir veittu í efnahagsaðstoð af ýmsu tagi, til eigin nota og í þágu fjölskyldu sinnar. Aðstoð við íbúa landsins sat því á hakanum, einkum aðstoð við íbúa í austurhluta landsins sem jafnan hafa verið heldur andsnúnari stjórn hans en íbúar vesturhlutans. Áður en Gaddafí hraktist frá völdum var vitað um ríflega hundrað milljónir dala, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi, Englandi og Þýskalandi höfðu fryst. Þegar farið var að athuga fjárreiður Gaddafís komu tugir milljarða í ljós sem geymdir voru í flestum stærri löndum heims, þar á meðal í flestum löndum Mið-Austurlanda og Suðaustur-Asíu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira