Púður óskast Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2011 00:01 Borgríki. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Björn Thors, Björn Hlynur Haraldsson, Jonathan Pryce, Philip Jackson. Það tók íslenska kvikmyndagerðarmenn dágóðan tíma að ná tökum á spennumyndagerð en á endanum tókst það. Eftir nokkra skrambi vel heppnaða þrillera þyrstir landann í meira, en um leið gerir hann meiri kröfur. Borgríki er nýjasta kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur, en hann leikstýrði Stóra planinu fyrir nokkrum árum, skemmtilega furðulegri mynd sem skiptar skoðanir voru um. Boginn er spenntur hærra í Borgríki og skartar myndin fjölmörgum frábærum leikurum, innlendum jafnt sem alþjóðlegum. Siggi Sigurjóns er góður í hlutverki spillta lögreglumannsins Margeirs, en hann hefur reyndar ágætt forskot því persóna hans er áhugaverðust. Aðrar persónur eru fremur flatar og af þeim sökum var mér nokkuð sama um afdrif þeirra, sem og framvindu sögunnar. Leikhópurinn, með örfáum undantekningum, stendur sig þó ágætlega, enda virðist sem vandamálið liggi frekar í handritinu en hjá leikurunum sjálfum. Ágústa Eva hefur til dæmis mikla og góða nærveru sem leikkona og hefði persóna hennar verið bitastæðari er ég viss um að myndinni hefði fyrirgefist margt annað. Handritið er stórt í sniðum, persónurnar eru margar, og meira að segja er flakkað eilítið til og frá í tíma, en púðrið vantar. Myndin gefur sér lítinn tíma til að skapa tengsl við áhorfandann og steypir sér þess í stað beint í hasarinn, en sökkullinn er veikbyggður og myndin fellur því undan eigin þunga. Þetta er mikil synd því að djúpt í iðrum Borgríkis leynist saga sem ég hefði gaman af því að sjá og heyra. Myndin er þó laus við töffarastælana og rembinginn sem einkenndi íslenskar spennumyndir allt of lengi, og því ber að hrósa. Niðurstaða: Góður mannskapur nær ekki að bjarga losaralegu handritinu. Borgríki er því töluverð vonbrigði. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Borgríki. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Björn Thors, Björn Hlynur Haraldsson, Jonathan Pryce, Philip Jackson. Það tók íslenska kvikmyndagerðarmenn dágóðan tíma að ná tökum á spennumyndagerð en á endanum tókst það. Eftir nokkra skrambi vel heppnaða þrillera þyrstir landann í meira, en um leið gerir hann meiri kröfur. Borgríki er nýjasta kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur, en hann leikstýrði Stóra planinu fyrir nokkrum árum, skemmtilega furðulegri mynd sem skiptar skoðanir voru um. Boginn er spenntur hærra í Borgríki og skartar myndin fjölmörgum frábærum leikurum, innlendum jafnt sem alþjóðlegum. Siggi Sigurjóns er góður í hlutverki spillta lögreglumannsins Margeirs, en hann hefur reyndar ágætt forskot því persóna hans er áhugaverðust. Aðrar persónur eru fremur flatar og af þeim sökum var mér nokkuð sama um afdrif þeirra, sem og framvindu sögunnar. Leikhópurinn, með örfáum undantekningum, stendur sig þó ágætlega, enda virðist sem vandamálið liggi frekar í handritinu en hjá leikurunum sjálfum. Ágústa Eva hefur til dæmis mikla og góða nærveru sem leikkona og hefði persóna hennar verið bitastæðari er ég viss um að myndinni hefði fyrirgefist margt annað. Handritið er stórt í sniðum, persónurnar eru margar, og meira að segja er flakkað eilítið til og frá í tíma, en púðrið vantar. Myndin gefur sér lítinn tíma til að skapa tengsl við áhorfandann og steypir sér þess í stað beint í hasarinn, en sökkullinn er veikbyggður og myndin fellur því undan eigin þunga. Þetta er mikil synd því að djúpt í iðrum Borgríkis leynist saga sem ég hefði gaman af því að sjá og heyra. Myndin er þó laus við töffarastælana og rembinginn sem einkenndi íslenskar spennumyndir allt of lengi, og því ber að hrósa. Niðurstaða: Góður mannskapur nær ekki að bjarga losaralegu handritinu. Borgríki er því töluverð vonbrigði.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira