Iceland Airwaves. Miðvikudagskvöld. Náttfari. Kaldalón í Hörpu
Síðrokksveitin Náttfari lét nokkuð til sín taka fyrir um áratug en lagðist svo í dvala. Sveitin var endurvakin fyrir nokkrum misserum og hefur nú lokið við gerð fyrstu breiðskífu sinnar sem fáanleg er á Bandcamp og kemur á geisladiski á næstu dögum.
Náttfaramenn renndu sér í gegnum þétt prógramm og voru í flottu formi. Tónlist Náttfara er ekki beint vinsældavæn, enda að mestu ósungin, en sveitinni tókst að heilla viðstadda með þéttum samleik hrynparsins og flottum gítarleik, til að mynda í laginu Lævís köttur. Þetta var einstaklega grúví síðrokk, eins undarlega og það kann að hljóma, spikfeitt og töff sánd. -hdm
Náttfari á Iceland Airwaves: Spikfeitt síðrokk
