Valdmörk forseta - efnið eða andinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 6. október 2011 06:00 Í ræðu við setningu Alþingis sl. laugardag ræddi forseti Íslands tillögur stjórnlagaráðs. Um tillögur ráðsins sem varða forseta Íslands sagði hann: „tillögur, sem efla umsvif forsetans á vettvangi stjórnkerfisins, færa embættinu aukna ábyrgð." Ummæli forsetans í ræðunni um þessi efni hafa vakið viðbrögð. „Oftúlkun", er haft eftir sumum. „Misskilningur", segja aðrir. „Ekki í anda tillagnanna", er fullyrt. Nú þekki ég ekki andann – bara efnið. Lítum því á orðin ein í texta tillagnanna og berum saman við tilvitnanir í ræðu forseta. „Tillögurnar… færa embættinu aukna ábyrgð", segir forseti. Þessi texti finnst hvergi hjá stjórnlagaráði. Ekki heldur texti um hið gagnstæða. Því verðum við að bera saman textann í ræðu forseta um tilfærð dæmi og textann í tillögum stjórnlagaráðs. Dæmi sanna ekki – en þau skýra. Óbreyttur málskotsrétturForseti segir: „Stjórnlagaráð leggur til að málskotsréttur forseta, sem kveðið er á um í 26. gr. núverandi stjórnarskrár, verði áfram óbreyttur". Í 60. gr. frumvarps stjórnlaganefndar segir í upphafi 2. mgr.: „Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar". Umhugsunarfrestur forseta er hér styttur frá núverandi ákvæðum en synjunarréttur hans hvergi takmarkaður. Ég fæ ekki séð að forseti oftúlki né mistúlki orðanna hljóðan. Túlkun hans styðst við efni máls. Ný valdsvið forsetaForseti segir: „Þá þarf forseti að samþykkja val á dómurum og ríkissaksóknara og geta aðeins tveir þriðju hlutar Alþingis hnekkt ákvörðun forseta". Hér er nýtt verkefni falið forseta. Í 3. mgr. 96. gr. í tillögum stjórnlagaráðs segir um þetta: „Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 hlutum atkvæða til að hún taki gildi." Ómögulegt er annað en að segja að túlkun forseta styðjist hér nákvæmlega við orðanna hljóðan. Forseti segir: „Sérstakur fulltrúi forsetans skal og gegna formennsku í nefnd sem metur hæfni umsækjenda um önnur embætti og gerir tillögur um þau." Hér er líka nýtt verkefni falið forseta. Um þetta eru ákvæði í 96. gr. frumvarps stjórnarskrárnefndar. Þar er mælt svo fyrir um að sérstök nefnd skuli gera tillögur til ráðherra um skipan embættismanna. „Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar" segir þar orðrétt. Ekkert í textanum hindrar að forseti geti tiltekið í skipan sinni að formaðurinn skuli starfa í samvinnu við hann – sem fulltrúi forseta í nefndinni. Ég fæ því ómögulega séð að hér misfari forseti með efnið. Óbundinn við tillögugerðÞá segir forseti: „Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórna tekur einnig mikilvægum breytingum; verður mun sjálfstæðara. Í stað þess að formenn stjórnmálaflokka móti valkosti forsetans eins og tíðkast hefur frá lýðveldisstofnun myndi forseti sjálfur hafa frumkvæði að viðræðum við einstaka þingmenn og þingflokka. Hann gerir síðan tillögur til Alþingis um forsætisráðherra og er þá ekki bundinn af því að velja þingmann til þessa embættis. Verði fyrsta tillaga forsetans ekki samþykkt hefur hann að nýju viðræður við þingmenn og þingflokka." Í gildandi stjórnarskrá eru engin fyrirmæli um hvernig forseti eigi að standa að stjórnarmyndunartilraunum enda talar forseti í ræðu sinni hér að framan um þau vinnubrögð sem TÍÐKAST HAFA. Frá þeirri hefð á nú að víkja samkvæmt frásögn forseta. Ný vinnubrögð á að innleiða. Og hver eru þau? Um það eru ákvæði í 90. gr. í frumvarpi stjórnarskrárnefndar. Þar segir í upphafi 2. mgr.: „Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögur til þingsins um forsætisráðherra". Hvað merkir þessi setning? Hún hlýtur að merkja að það sé alfarið á forræði forseta við hvaða aðila á Alþingi Íslendinga forseti ráðfærir sig – hvort heldur sem er við einstaka þingmenn eða einstaka þingflokka – og líka um hvað. Á forseti að kalla heila þingflokka á sinn fund eða bara t.d. formenn þeirra? Það er á hans valdi. Og um hvað á hann að ráðfæra sig við þá? Því ræður hann. Honum ber t.d. engin skylda til þess að ráðfæra sig við þá um hugsanlegt forsætisráðherraefni, né að miða tillögugerð sína til Alþingis við einhvern eða einhverja þá einstaklinga, sem í ljós hefði komið að einhverjir þingflokkar eða einhverjir þingmenn í viðræðuteymi hans legðu til. Forseti hefur því algerlega óbundnar hendur og getur lagt til við þingið hvaða forsætisráðherraefni sem honum hugkvæmist jafnt utan sem innan þings nákvæmlega eins og forseti segir í þingsetningarræðunni. Ekkert í texta tillagna stjórnlagaráðs mælir gegn því. Um andann í tillögum stjórnlagaráðs ræði ég ekki. Sé hann ekki í textanum. Hvað svo ef forseti gerir slíka tillögu samkvæmt eigin höfði og þingið ekki samþykkir tillöguna. Um það segir stjórnlagaráðið að þá „gerir forseti Íslands (aðra – innskot) tillögu með sama hætti". MEÐ SAMA HÆTTI! Ekki þá heldur er forseti bundinn af neinum ráðleggingum um tillögugerð sína – þarf ekki einu sinni að spyrja – en getur valið að gera tillögu um hvern þann einstakling sem honum hugnast. Og tíminn líður… Uppskrift að átökum Í 3. mgr. umræddrar 90. gr. í frumvarpi stjórnlaganefndar segir svo: „Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna (frá kosningum – innskot) skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga." Tíu vikna fortakslaus frestur! Það var og. Engir tímafrestir eru hins vegar gefnir um tillögugerð forseta. Því er honum í lófa lagið – ef hann svo kysi – að miða tillögugerð sína til Alþingis um nýjan forsætisráðherra landsins við að harla lítill eða jafnvel enginn tími yrði eftir til umþóttunar ef ekki yrði gengið að tillögum hans. Þá kæmi til nýrra kosninga! Í þriðju atrennu – ef til kæmi – getur forseti svo gert sína þriðju tillögu en þá geta þingmenn og þingflokkar einnig komið fram með sínar tillögur um forsætisráðherraefni þingsins – en aldrei fyrr. Hér er beinlínis verið að leggja fram uppskrift að átökum forseta og þjóðþings. Uppskrift að því hvernig slíkt gæti orðið. Nú ætla ég engum getum að leiða að því hvort hér er meðvitað verið að auka völd forseta Íslands, skerða þau eða halda í jafnvægi. Læt öðrum það eftir. Ég segi einfaldlega að verið sé að fela forseta mörg ný verkefni og að ég fæ ekki séð neinar brotalamir á tilvitnuðum orðum forseta Íslands í þingsetningarræðu hans og á texta í frumvarpi stjórnlagaráðs. Efnið er þar í fullu samræmi við orð forseta – en um andann kann ég ekki að dæma. Þekki enda hvorki jarðanda né loftanda og er hvorki spíritisti né miðill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Í ræðu við setningu Alþingis sl. laugardag ræddi forseti Íslands tillögur stjórnlagaráðs. Um tillögur ráðsins sem varða forseta Íslands sagði hann: „tillögur, sem efla umsvif forsetans á vettvangi stjórnkerfisins, færa embættinu aukna ábyrgð." Ummæli forsetans í ræðunni um þessi efni hafa vakið viðbrögð. „Oftúlkun", er haft eftir sumum. „Misskilningur", segja aðrir. „Ekki í anda tillagnanna", er fullyrt. Nú þekki ég ekki andann – bara efnið. Lítum því á orðin ein í texta tillagnanna og berum saman við tilvitnanir í ræðu forseta. „Tillögurnar… færa embættinu aukna ábyrgð", segir forseti. Þessi texti finnst hvergi hjá stjórnlagaráði. Ekki heldur texti um hið gagnstæða. Því verðum við að bera saman textann í ræðu forseta um tilfærð dæmi og textann í tillögum stjórnlagaráðs. Dæmi sanna ekki – en þau skýra. Óbreyttur málskotsrétturForseti segir: „Stjórnlagaráð leggur til að málskotsréttur forseta, sem kveðið er á um í 26. gr. núverandi stjórnarskrár, verði áfram óbreyttur". Í 60. gr. frumvarps stjórnlaganefndar segir í upphafi 2. mgr.: „Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar". Umhugsunarfrestur forseta er hér styttur frá núverandi ákvæðum en synjunarréttur hans hvergi takmarkaður. Ég fæ ekki séð að forseti oftúlki né mistúlki orðanna hljóðan. Túlkun hans styðst við efni máls. Ný valdsvið forsetaForseti segir: „Þá þarf forseti að samþykkja val á dómurum og ríkissaksóknara og geta aðeins tveir þriðju hlutar Alþingis hnekkt ákvörðun forseta". Hér er nýtt verkefni falið forseta. Í 3. mgr. 96. gr. í tillögum stjórnlagaráðs segir um þetta: „Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 hlutum atkvæða til að hún taki gildi." Ómögulegt er annað en að segja að túlkun forseta styðjist hér nákvæmlega við orðanna hljóðan. Forseti segir: „Sérstakur fulltrúi forsetans skal og gegna formennsku í nefnd sem metur hæfni umsækjenda um önnur embætti og gerir tillögur um þau." Hér er líka nýtt verkefni falið forseta. Um þetta eru ákvæði í 96. gr. frumvarps stjórnarskrárnefndar. Þar er mælt svo fyrir um að sérstök nefnd skuli gera tillögur til ráðherra um skipan embættismanna. „Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar" segir þar orðrétt. Ekkert í textanum hindrar að forseti geti tiltekið í skipan sinni að formaðurinn skuli starfa í samvinnu við hann – sem fulltrúi forseta í nefndinni. Ég fæ því ómögulega séð að hér misfari forseti með efnið. Óbundinn við tillögugerðÞá segir forseti: „Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórna tekur einnig mikilvægum breytingum; verður mun sjálfstæðara. Í stað þess að formenn stjórnmálaflokka móti valkosti forsetans eins og tíðkast hefur frá lýðveldisstofnun myndi forseti sjálfur hafa frumkvæði að viðræðum við einstaka þingmenn og þingflokka. Hann gerir síðan tillögur til Alþingis um forsætisráðherra og er þá ekki bundinn af því að velja þingmann til þessa embættis. Verði fyrsta tillaga forsetans ekki samþykkt hefur hann að nýju viðræður við þingmenn og þingflokka." Í gildandi stjórnarskrá eru engin fyrirmæli um hvernig forseti eigi að standa að stjórnarmyndunartilraunum enda talar forseti í ræðu sinni hér að framan um þau vinnubrögð sem TÍÐKAST HAFA. Frá þeirri hefð á nú að víkja samkvæmt frásögn forseta. Ný vinnubrögð á að innleiða. Og hver eru þau? Um það eru ákvæði í 90. gr. í frumvarpi stjórnarskrárnefndar. Þar segir í upphafi 2. mgr.: „Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögur til þingsins um forsætisráðherra". Hvað merkir þessi setning? Hún hlýtur að merkja að það sé alfarið á forræði forseta við hvaða aðila á Alþingi Íslendinga forseti ráðfærir sig – hvort heldur sem er við einstaka þingmenn eða einstaka þingflokka – og líka um hvað. Á forseti að kalla heila þingflokka á sinn fund eða bara t.d. formenn þeirra? Það er á hans valdi. Og um hvað á hann að ráðfæra sig við þá? Því ræður hann. Honum ber t.d. engin skylda til þess að ráðfæra sig við þá um hugsanlegt forsætisráðherraefni, né að miða tillögugerð sína til Alþingis við einhvern eða einhverja þá einstaklinga, sem í ljós hefði komið að einhverjir þingflokkar eða einhverjir þingmenn í viðræðuteymi hans legðu til. Forseti hefur því algerlega óbundnar hendur og getur lagt til við þingið hvaða forsætisráðherraefni sem honum hugkvæmist jafnt utan sem innan þings nákvæmlega eins og forseti segir í þingsetningarræðunni. Ekkert í texta tillagna stjórnlagaráðs mælir gegn því. Um andann í tillögum stjórnlagaráðs ræði ég ekki. Sé hann ekki í textanum. Hvað svo ef forseti gerir slíka tillögu samkvæmt eigin höfði og þingið ekki samþykkir tillöguna. Um það segir stjórnlagaráðið að þá „gerir forseti Íslands (aðra – innskot) tillögu með sama hætti". MEÐ SAMA HÆTTI! Ekki þá heldur er forseti bundinn af neinum ráðleggingum um tillögugerð sína – þarf ekki einu sinni að spyrja – en getur valið að gera tillögu um hvern þann einstakling sem honum hugnast. Og tíminn líður… Uppskrift að átökum Í 3. mgr. umræddrar 90. gr. í frumvarpi stjórnlaganefndar segir svo: „Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna (frá kosningum – innskot) skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga." Tíu vikna fortakslaus frestur! Það var og. Engir tímafrestir eru hins vegar gefnir um tillögugerð forseta. Því er honum í lófa lagið – ef hann svo kysi – að miða tillögugerð sína til Alþingis um nýjan forsætisráðherra landsins við að harla lítill eða jafnvel enginn tími yrði eftir til umþóttunar ef ekki yrði gengið að tillögum hans. Þá kæmi til nýrra kosninga! Í þriðju atrennu – ef til kæmi – getur forseti svo gert sína þriðju tillögu en þá geta þingmenn og þingflokkar einnig komið fram með sínar tillögur um forsætisráðherraefni þingsins – en aldrei fyrr. Hér er beinlínis verið að leggja fram uppskrift að átökum forseta og þjóðþings. Uppskrift að því hvernig slíkt gæti orðið. Nú ætla ég engum getum að leiða að því hvort hér er meðvitað verið að auka völd forseta Íslands, skerða þau eða halda í jafnvægi. Læt öðrum það eftir. Ég segi einfaldlega að verið sé að fela forseta mörg ný verkefni og að ég fæ ekki séð neinar brotalamir á tilvitnuðum orðum forseta Íslands í þingsetningarræðu hans og á texta í frumvarpi stjórnlagaráðs. Efnið er þar í fullu samræmi við orð forseta – en um andann kann ég ekki að dæma. Þekki enda hvorki jarðanda né loftanda og er hvorki spíritisti né miðill.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun