Gölluð vara úr góðu efni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2011 21:00 Inside Lara Roxx kvikmynd Bíó. Inside Lara Roxx. Leikstjóri: Mia Donovan. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum. Í Inside Lara Roxx fylgjumst við með baráttu stúlkunnar við sjúkdóminn, en auk þess að vera HIV-smituð glímir hún við geðræna kvilla og eiturlyfjafíkn. Lara fellur ekki inn í staðalmynd „klámstjörnunnar". Hún er langt frá því að vera heimsk, er með skakkar tennur og virðist ekki hafa látið breyta sér líkamlega. En hún hefur tekið slæmar ákvarðanir og verður nú að laga líf sitt að afleiðingunum. Þessi sæmilega heimildarmynd gefur áhorfandanum innsýn í líf þessarar ólánsömu konu en hvergi er kafað sérlega djúpt. Myndatakan er augunum erfið á köflum og „sögumennska" konunnar á bak við myndavélina er handahófskennd og þurr. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir það að fara ekki auðveldustu leiðina, sem væri að kæfa áhorfandann í dramatískri tilgerð. Efnið býður upp á það en leikstýran hefur vit á því að gera það ekki. Niðurstaða: Umfjöllunarefnið er áhugavert en framkvæmdin ófullnægjandi. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó. Inside Lara Roxx. Leikstjóri: Mia Donovan. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum. Í Inside Lara Roxx fylgjumst við með baráttu stúlkunnar við sjúkdóminn, en auk þess að vera HIV-smituð glímir hún við geðræna kvilla og eiturlyfjafíkn. Lara fellur ekki inn í staðalmynd „klámstjörnunnar". Hún er langt frá því að vera heimsk, er með skakkar tennur og virðist ekki hafa látið breyta sér líkamlega. En hún hefur tekið slæmar ákvarðanir og verður nú að laga líf sitt að afleiðingunum. Þessi sæmilega heimildarmynd gefur áhorfandanum innsýn í líf þessarar ólánsömu konu en hvergi er kafað sérlega djúpt. Myndatakan er augunum erfið á köflum og „sögumennska" konunnar á bak við myndavélina er handahófskennd og þurr. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir það að fara ekki auðveldustu leiðina, sem væri að kæfa áhorfandann í dramatískri tilgerð. Efnið býður upp á það en leikstýran hefur vit á því að gera það ekki. Niðurstaða: Umfjöllunarefnið er áhugavert en framkvæmdin ófullnægjandi.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp