Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda 28. september 2011 00:00 Ræðast við Angela Merkel og Georg Papandreú á fundi í Þýskalandi.nordicphotos/AFP „Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Papandreú var þangað kominn til að leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðverjar aðstoði Grikkland. Hann átti meðal annars fund með þýskum atvinnurekendum og bað þá sérstaklega um að standa við bakið á Grikkjum. Frekari neyðaraðstoð við Grikki er nú í undirbúningi, bæði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, til viðbótar þeirri aðstoð sem þegar hefur verið samþykkt en virðist ekki ætla að duga til að bjarga Grikkjum úr skuldavanda. Þá er G20-ríkjahópurinn með lausn í smíðum, sem til stendur að afgreiða á leiðtogafundi þessara 20 helstu hagkerfa heims í byrjun nóvember. Meðal annars hafa þar verið ræddar hugmyndir um að afskrifa helminginn af skuldum Grikkja. Einnig eru hugmyndir um að Evrópusambandið efli neyðarsjóð sinn, líklega með því að gera honum kleift að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins þannig að sjóðurinn fái allt að 2.000 milljarða evra til umráða – án þess að þurfa að auka framlög aðildarríkjanna enn frekar til sjóðsins. Óvissa er enn um afdrif fyrri björgunaraðgerða. Til dæmis hafa hvorki finnska né hollenska þingið enn samþykkt stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, en veruleg andstaða hefur verið við þau áform á þingum beggja þessara landa. Þá hafa AGS og EBS frestað næstu greiðslu til Grikkja, sem á að nema átta milljörðum evra, vegna óvissu um að Grikkir geti staðið við þau aðhaldsáform, sem þeir hafa boðað. Grikkir þurfa hins vegar nauðsynlega á þessum átta milljörðum að halda fyrir miðjan október til þess að geta greitt afborganir af lánum og laun til ríkisstarfsmanna. Í gær skýrði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, frá því að fulltrúar frá AGS og EBS kæmu til Grikklands í næstu viku til að fara yfir stöðuna, og er búist við að þá verði tekin ákvörðun um að Grikkir fái þetta fé. Í gær samþykkti gríska þingið nýjan og umdeildan eignaskatt, sem er partur af nýjustu aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Eignaskatturinn verður innheimtur með rafmagnsreikningum, sem gerir það að verkum að hægt verður að loka fyrir rafmagnið hjá þeim sem ekki hafa greitt skattinn. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
„Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Papandreú var þangað kominn til að leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðverjar aðstoði Grikkland. Hann átti meðal annars fund með þýskum atvinnurekendum og bað þá sérstaklega um að standa við bakið á Grikkjum. Frekari neyðaraðstoð við Grikki er nú í undirbúningi, bæði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, til viðbótar þeirri aðstoð sem þegar hefur verið samþykkt en virðist ekki ætla að duga til að bjarga Grikkjum úr skuldavanda. Þá er G20-ríkjahópurinn með lausn í smíðum, sem til stendur að afgreiða á leiðtogafundi þessara 20 helstu hagkerfa heims í byrjun nóvember. Meðal annars hafa þar verið ræddar hugmyndir um að afskrifa helminginn af skuldum Grikkja. Einnig eru hugmyndir um að Evrópusambandið efli neyðarsjóð sinn, líklega með því að gera honum kleift að taka lán hjá Seðlabanka Evrópusambandsins þannig að sjóðurinn fái allt að 2.000 milljarða evra til umráða – án þess að þurfa að auka framlög aðildarríkjanna enn frekar til sjóðsins. Óvissa er enn um afdrif fyrri björgunaraðgerða. Til dæmis hafa hvorki finnska né hollenska þingið enn samþykkt stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, en veruleg andstaða hefur verið við þau áform á þingum beggja þessara landa. Þá hafa AGS og EBS frestað næstu greiðslu til Grikkja, sem á að nema átta milljörðum evra, vegna óvissu um að Grikkir geti staðið við þau aðhaldsáform, sem þeir hafa boðað. Grikkir þurfa hins vegar nauðsynlega á þessum átta milljörðum að halda fyrir miðjan október til þess að geta greitt afborganir af lánum og laun til ríkisstarfsmanna. Í gær skýrði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, frá því að fulltrúar frá AGS og EBS kæmu til Grikklands í næstu viku til að fara yfir stöðuna, og er búist við að þá verði tekin ákvörðun um að Grikkir fái þetta fé. Í gær samþykkti gríska þingið nýjan og umdeildan eignaskatt, sem er partur af nýjustu aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Eignaskatturinn verður innheimtur með rafmagnsreikningum, sem gerir það að verkum að hægt verður að loka fyrir rafmagnið hjá þeim sem ekki hafa greitt skattinn. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira