Skilar sér mögulega í nýjum meðferðarúrræðum 23. september 2011 11:00 Vísindamönnunum tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur geta umbreytt stofnfrumum þannig að þær fari að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og mynda meinvörp. Nordicphotos/Getty Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“