Lítið framlag getur skipt sköpum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. september 2011 10:00 Þróunarsamvinna ber ávöxt er yfirskrift átaks sem stendur þessa viku á vegum frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Átakið er unnið í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og er markmið þess að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og um leið efla vitund um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Félagasamtökin sem standa að átakinu með Þróunarsamvinnustofnun eru Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill, UNICEF, UN Women, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorp og ABC barnahjálp. Öll þessi samtök og ýmis fleiri hafa opnað Íslendingum margvíslegar leiðir til að láta gott af sér leiða í fjarlægu landi. Möguleikarnir eru margir, allt frá því að taka þátt í átakssöfnun eins og þeirri sem efnt var til vegna þurrkanna í Austur-Afríku til þess að styðja menntun og heilsu barns með því að greiða fast framlag mánaðarlega, barns sem gefandinn getur síðan fylgst með komast til manns. Skilaboð átaks vikunnar um raunverulegan árangur þróunarsamvinnu eru afar mikilvæg. Mörgum kann nefnilega að virðast það vera óverulegt sem ein manneskja norður á Íslandi getur gert fyrir fátæktina og hungursneyðina í heiminum. Þess vegna er svo nauðsynlegt að sýna með dæmum þann árangur sem hægt er að ná, ekki síst hér á landi þar sem sú óvenjulega staða er uppi að framlag einstaklinga í gegnum félagasamtök eru nánast á pari við framlag hins opinbera til þróunaraðstoðar. Aðstandendur átaksins hafa í stuttum greinum hér í Fréttablaðinu lýst margvíslegum árangri þróunarsamvinnu: Á tíu árum hefur tilvikum HIV-smits fækkað um fjórðung og dauðsföllum vegna sjúkdómsins um fimmtung; vatnsbrunnur í þorpi eykur möguleika stúlkna á skólagöngu vegna þess að þá þurfa þær ekki að verja drjúgum hluta dags í að bera vatn langar leiðir, en oft er talað um að aukin menntun kvenna sé lykill að framþróun í löndum þar sem háð er dagleg glíma við fátækt og hungur; 40 milljón fleiri börn sækja nú skóla í þróunarríkjum en fyrir átta árum og meira en 100 þúsund fyrrverandi styrktarbörn starfa um allan heim við margvísleg störf sem þau hafa menntað sig til. Þetta eru fáein dæmi tekin upp úr greinum aðstandenda átaksins nú í vikunni. Bak við þessar tölur eru óteljandi litlar gleðisögur um líf lítilla barna sem snúið hefur verið til betri vegar með samstilltu átaki alls konar fólks um allan heim. Íslendingar geta verið stoltir af þátttöku almennings í þróunarsamvinnu. Lengst af hefur þessi stórhugur almennings ekki endurspeglast í framlögum ríkisins til þróunaraðstoðar. Nú liggur hins vegar fyrir metnaðarfull áætlun um þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu og er þess að vænta að brautargengi hennar verði tryggt í fjárlögum næstu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Þróunarsamvinna ber ávöxt er yfirskrift átaks sem stendur þessa viku á vegum frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Átakið er unnið í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og er markmið þess að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og um leið efla vitund um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Félagasamtökin sem standa að átakinu með Þróunarsamvinnustofnun eru Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill, UNICEF, UN Women, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorp og ABC barnahjálp. Öll þessi samtök og ýmis fleiri hafa opnað Íslendingum margvíslegar leiðir til að láta gott af sér leiða í fjarlægu landi. Möguleikarnir eru margir, allt frá því að taka þátt í átakssöfnun eins og þeirri sem efnt var til vegna þurrkanna í Austur-Afríku til þess að styðja menntun og heilsu barns með því að greiða fast framlag mánaðarlega, barns sem gefandinn getur síðan fylgst með komast til manns. Skilaboð átaks vikunnar um raunverulegan árangur þróunarsamvinnu eru afar mikilvæg. Mörgum kann nefnilega að virðast það vera óverulegt sem ein manneskja norður á Íslandi getur gert fyrir fátæktina og hungursneyðina í heiminum. Þess vegna er svo nauðsynlegt að sýna með dæmum þann árangur sem hægt er að ná, ekki síst hér á landi þar sem sú óvenjulega staða er uppi að framlag einstaklinga í gegnum félagasamtök eru nánast á pari við framlag hins opinbera til þróunaraðstoðar. Aðstandendur átaksins hafa í stuttum greinum hér í Fréttablaðinu lýst margvíslegum árangri þróunarsamvinnu: Á tíu árum hefur tilvikum HIV-smits fækkað um fjórðung og dauðsföllum vegna sjúkdómsins um fimmtung; vatnsbrunnur í þorpi eykur möguleika stúlkna á skólagöngu vegna þess að þá þurfa þær ekki að verja drjúgum hluta dags í að bera vatn langar leiðir, en oft er talað um að aukin menntun kvenna sé lykill að framþróun í löndum þar sem háð er dagleg glíma við fátækt og hungur; 40 milljón fleiri börn sækja nú skóla í þróunarríkjum en fyrir átta árum og meira en 100 þúsund fyrrverandi styrktarbörn starfa um allan heim við margvísleg störf sem þau hafa menntað sig til. Þetta eru fáein dæmi tekin upp úr greinum aðstandenda átaksins nú í vikunni. Bak við þessar tölur eru óteljandi litlar gleðisögur um líf lítilla barna sem snúið hefur verið til betri vegar með samstilltu átaki alls konar fólks um allan heim. Íslendingar geta verið stoltir af þátttöku almennings í þróunarsamvinnu. Lengst af hefur þessi stórhugur almennings ekki endurspeglast í framlögum ríkisins til þróunaraðstoðar. Nú liggur hins vegar fyrir metnaðarfull áætlun um þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu og er þess að vænta að brautargengi hennar verði tryggt í fjárlögum næstu ára.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun