Jónsi dáleiddi Crowe 2. september 2011 08:00 Sögulegt samstarf Bandaríski leikstjórinnCameron Crowe segir í viðtali við vefsíðuna ifc.com að samstarfið við Jónsa sé sögulegt; íslenski tónlistarmaðurinn hafi samið nýja persónu inn í myndina We Bought a Zoo. Leikstjórinn hyggst notast við tónlist á allt annan hátt en hann hefur áður gert og það sé ekki síst vegna samstarfsins við Jónsa.NordicPhotos/Getty Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira