Hvers vegna er ríkisstjórnin á móti framleiðslu kvikmynda? Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun