Æfa utandyra í vetur 23. september 2011 23:00 Vala Björk með Ketilbjölluhópinn. Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“