Mannréttindi fyrir alla? Anna Lára Steindal skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda. Einnig kennir reynslan að veruleg hætta er á því að þeir hópar sem einhverra hluta vegna eru berskjaldaðir fari verr út úr efnahagskreppu en aðrir hópar í samfélaginu. Blikur eru á lofti um að þetta sé einmitt raunin í íslenskum veruleika. Það er staðreynd sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag og mikilvægt er að bregðast við fljótt svo tryggja megi mannréttindi og virðingu allra sem samfélag okkar byggja. Það getur verið gagnlegt að skoða tölur og aðstæður í einu meðalstóru sveitarfélagi þar sem tiltölulega auðvelt er að hafa yfirsýn til þess að glöggva sig á stöðu mála. Atvinnuleysi útbreiddara meðal innflytjendaÁ Akranesi búa nú 389 íbúar af erlendum uppruna, 6% af íbúafjölda bæjarins. Þar á meðal eru 56 börn á leik- og grunnskólalaldri og hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað mikið undanfarin þrjú til fjögur ár. Þegar þetta er ritað eru 255 manns á Akranesi án atvinnu, þar af 43 innflytjendur. 26 konur og 17 karlar, sem eru tæp 17% einstaklinga án atvinnu í bænum á meðan atvinnuleysi mælist í heildina um 8%. Undanfarin tvö ár hafa félagsþjónustan á Akranesi og Rauði krossinn á Akranesi orðið vör við vaxandi vanda innflytjendafjölskyldna. Fátækt og atvinnuleysi er útbreiddara meðal innflytjenda en innfæddra og þvert á það sem margir áttu von á hefur innflytjendum ekki fækkað að neinu marki síðan kreppan skall á. Hér hefur erlent launafólk unnið sér inn réttindi og þegar litið er til þess að atvinnuástand í heimalandinu er oft mjög slæmt er eðlilegt að fólk ákveði að dvelja áfram á Íslandi og nýta sér áunnin réttindi. Við þetta bætist svo að margir innflytjendur eru hér í eignarfjötrum og komast hvergi þótt þeir vildu vegna þess að þeir eiga hér eignir sem ekki hefur tekist að selja. SkuggaskýrslaÁ Akranesi hefur fjöldi innflytjenda nánast haldist óbreyttur en samsetning hópsins hefur breyst, einhleypir verkamenn hafa í nokkrum mæli leitað á önnur mið en fjölskyldumenn sem áður sáu fyrir fjölskyldum sínum í heimalandinu hafa nú fengið konur sínar og börn til Íslands. Það er reynsla þeirra sem sinna fjölskyldum á Akranesi, s.s. félagsráðgjafa og skólastjórnenda, að vísbendingar séu á lofti um að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af aðstæðum hluta þessara barna. Skuggaskýrsla sem Barnaheill, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF kynntu fyrir nokkum vikum renna enn styrkari stoðum undir þetta og sama gildir um skýrslu Rauða kross Íslands, Hvar þrengir að? sem kynnt var á vormánuðum 2010. Þá er brottfall nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsnámi áhyggjuefni, en af 21 nemanda sem hófu nám á haustönn 2010 í Fjölbrautaskóla Vesturlands hættu 6 námi áður en haustönn lauk og einn hefur hætt námi á vorönn. Brottfall nemenda af erlendum uppruna á síðasta námsári var því ríflega 30%, sem hlýtur að teljast óásættanlegt, ekki síst þegar litið er til þess að það sem tekur við nemendum sem hætta námi er atvinnuleysi. Einnig eru vísbendingar á lofti um að hluti þeirra kvenna af erlendum uppruna sem eru án atvinnu og án tengslanets búi við mjög bágar aðstæður, fátækt, einsemd og einangrun og skerta möguleika til þess að bæta aðstæður sínar. Með Rauða krossinum á Akranesi starfa ríflega eitt hundrað sjálfboðaliðar af erlendum uppruna að fjölbreyttum verkefnum. Þeir hafa margir deilt með okkur þeirri upplifun sinni að aðgengi að þjónustu og upplýsingum hafi minnkað og lífsbaráttan í þessu annars góða landi harðnað verulega fyrir fólk af erlendum uppruna. Forsenda þess að njóta þeirra mannréttinda sem íbúum á Íslandi eru tryggð í mannréttindasáttmálum og stjórnarskrá er að tryggja gott aðgengi að upplýsingum og þjónustu og að stjórnvöld geri sitt ítrasta til þess að jafnrétti sé ástundað í reynd. Því er þessi þróun verulegt áhyggjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda. Einnig kennir reynslan að veruleg hætta er á því að þeir hópar sem einhverra hluta vegna eru berskjaldaðir fari verr út úr efnahagskreppu en aðrir hópar í samfélaginu. Blikur eru á lofti um að þetta sé einmitt raunin í íslenskum veruleika. Það er staðreynd sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag og mikilvægt er að bregðast við fljótt svo tryggja megi mannréttindi og virðingu allra sem samfélag okkar byggja. Það getur verið gagnlegt að skoða tölur og aðstæður í einu meðalstóru sveitarfélagi þar sem tiltölulega auðvelt er að hafa yfirsýn til þess að glöggva sig á stöðu mála. Atvinnuleysi útbreiddara meðal innflytjendaÁ Akranesi búa nú 389 íbúar af erlendum uppruna, 6% af íbúafjölda bæjarins. Þar á meðal eru 56 börn á leik- og grunnskólalaldri og hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað mikið undanfarin þrjú til fjögur ár. Þegar þetta er ritað eru 255 manns á Akranesi án atvinnu, þar af 43 innflytjendur. 26 konur og 17 karlar, sem eru tæp 17% einstaklinga án atvinnu í bænum á meðan atvinnuleysi mælist í heildina um 8%. Undanfarin tvö ár hafa félagsþjónustan á Akranesi og Rauði krossinn á Akranesi orðið vör við vaxandi vanda innflytjendafjölskyldna. Fátækt og atvinnuleysi er útbreiddara meðal innflytjenda en innfæddra og þvert á það sem margir áttu von á hefur innflytjendum ekki fækkað að neinu marki síðan kreppan skall á. Hér hefur erlent launafólk unnið sér inn réttindi og þegar litið er til þess að atvinnuástand í heimalandinu er oft mjög slæmt er eðlilegt að fólk ákveði að dvelja áfram á Íslandi og nýta sér áunnin réttindi. Við þetta bætist svo að margir innflytjendur eru hér í eignarfjötrum og komast hvergi þótt þeir vildu vegna þess að þeir eiga hér eignir sem ekki hefur tekist að selja. SkuggaskýrslaÁ Akranesi hefur fjöldi innflytjenda nánast haldist óbreyttur en samsetning hópsins hefur breyst, einhleypir verkamenn hafa í nokkrum mæli leitað á önnur mið en fjölskyldumenn sem áður sáu fyrir fjölskyldum sínum í heimalandinu hafa nú fengið konur sínar og börn til Íslands. Það er reynsla þeirra sem sinna fjölskyldum á Akranesi, s.s. félagsráðgjafa og skólastjórnenda, að vísbendingar séu á lofti um að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af aðstæðum hluta þessara barna. Skuggaskýrsla sem Barnaheill, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF kynntu fyrir nokkum vikum renna enn styrkari stoðum undir þetta og sama gildir um skýrslu Rauða kross Íslands, Hvar þrengir að? sem kynnt var á vormánuðum 2010. Þá er brottfall nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsnámi áhyggjuefni, en af 21 nemanda sem hófu nám á haustönn 2010 í Fjölbrautaskóla Vesturlands hættu 6 námi áður en haustönn lauk og einn hefur hætt námi á vorönn. Brottfall nemenda af erlendum uppruna á síðasta námsári var því ríflega 30%, sem hlýtur að teljast óásættanlegt, ekki síst þegar litið er til þess að það sem tekur við nemendum sem hætta námi er atvinnuleysi. Einnig eru vísbendingar á lofti um að hluti þeirra kvenna af erlendum uppruna sem eru án atvinnu og án tengslanets búi við mjög bágar aðstæður, fátækt, einsemd og einangrun og skerta möguleika til þess að bæta aðstæður sínar. Með Rauða krossinum á Akranesi starfa ríflega eitt hundrað sjálfboðaliðar af erlendum uppruna að fjölbreyttum verkefnum. Þeir hafa margir deilt með okkur þeirri upplifun sinni að aðgengi að þjónustu og upplýsingum hafi minnkað og lífsbaráttan í þessu annars góða landi harðnað verulega fyrir fólk af erlendum uppruna. Forsenda þess að njóta þeirra mannréttinda sem íbúum á Íslandi eru tryggð í mannréttindasáttmálum og stjórnarskrá er að tryggja gott aðgengi að upplýsingum og þjónustu og að stjórnvöld geri sitt ítrasta til þess að jafnrétti sé ástundað í reynd. Því er þessi þróun verulegt áhyggjuefni.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun