Kennarar á strandveiðar og sjómenn í kennslu? Páll Steingrímsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna?
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar