Lausnin á skuldum heimilanna er forgangsmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Nú í lok vikunnar kemur Alþingi saman á ný. Ég hef reyndar mælst til þess nokkrum sinnum í sumar að þingið yrði kallað saman til að ræða ýmis mál sem tæplega þoldu bið. Þeirra á meðal er ríkisskuldakrísa Evrópuríkjanna, sem aðeins er spurning hvenær en ekki hvort mun hafa áhrif hér á landi. Mikil umræða hefur eðlilega skapast um Evrópumál í sumar vegna þess vanda sem nú steðjar að fjármálalífi ESB-ríkjanna og skoðanir manna eru ákaflega mismunandi. Svo mismunandi að Framsókn hefur nú orðið að sjá á eftir Guðmundi Steingrímssyni. Það er auðvitað leitt að missa góðan mann úr þingflokknum en við Guðmundur ræddum saman og hann fór vel yfir ástæður sínar. Það er augljóst að hann hefur tekið ákvörðun sína að vel athuguðu máli og þetta er því miður niðurstaða hans. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Um leið og ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og þakka honum kærlega fyrir samstarfið vonast ég til að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans. Við verðum að setja fólkið og heimilin í forgangEn Evrópumál og flokkadrættir vegna þeirra eru ekki það sem Íslendingar, innan Alþingis og utan, þurfa að leggja höfuðáherslu á nú á haustmánuðum. Skuldavandi heimilanna er orðinn slíkur að vart verður við ráðið lengur. Það hlýtur að vera forgangsverkefni okkar allra að leysa fólkið í landinu úr böndum húsnæðisskulda og atvinnuleysis. Árið 2009 var því spáð að nú, tveimur árum seinna, yrði botni kreppunnar náð og að heimilin og fyrirtækin í landinu myndu geta greint ljósið við enda ganganna. Í dag er það öðru nær. Atvinnuleysi mælist enn rúmlega 6 prósent, næstum jafn mikið og í upphafi árs 2009. Engar afgerandi lausnir bjóðast á húsnæðisskuldum heimilanna og ekki hefur verið ráðist í neinar almennar aðgerðir til skuldaniðurfellingar, sem kæmu þeim best sem mest þurfa á þeim að halda. Sú leið sem ríkisstjórnin boðaði eftir fjöldamótmæli í október 2010, hin svokallaða 110% leið, hækkar nú að líkindum í 130% leið vegna efnahagslegrar óstjórnar og óþarfra vaxtahækkana sem ekki sér fyrir endann á. "Eftir tvö ár verður botninum náð.“Þegar ríkisstjórnin tók við völdum 2009 bauð hún upp á að næstu tvö ár yrðu erfið en að þeim loknum yrði séð til lands, Tekið yrði á skuldavandanum, fjárhagur heimilanna myndi vænkast og atvinnulífið taka við sér. Í krafti þessa loforðs hefur fólkið í landinu þolað skattahækkanir og niðurskurð sem áttu að fjármagna erlend lán ríkisins og loka fjárlagagatinu. Þessi tvö ár eru liðin en gatið er enn risastórt. Þetta plan hefur ekki virkað. Nú í haust mun ríkisstjórnin samt aðeins bjóða heimilunum upp á meira af því sama. Meiri skattahækkanir. Meiri niðurskurður. Engin atvinnuuppbygging, engin fjárfesting og engin lausn á skuldavanda heimilanna. Þeir sem gátu í tvö ár haldið rekstri heimilisins á floti með því að nýta ævisparnað sinn, með snemmbærri úttekt lífeyrissparnaðar eða með söfnun kreditkortaskulda eru nú þremur árum frá hruni komnir að enda vegarins. Það er ekkert eftir til að ná endum saman. Afborganir falla ógreiddar á gjalddaga, bankarnir ganga sífellt harðar fram í innheimtu þrátt fyrir fögur loforð um annað, daglegur rekstur heimilisins verður mjög erfiður og brátt ómögulegur. Fleiri og fleiri missa húsnæðið, fjárhagsvandinn leggst sem mara á sambönd fólks og fjölskyldur flosna upp. Þetta má ekki halda svona áfram. Við sem vinnum í stjórnmálum verðum að átta okkur sameiginlega á því að heimilin þola ekki meira. Við verðum að þora að viðurkenna að það er þörf á nýrri nálgun. Verður hlustað á okkur í haust?Framsókn lagði fyrir tveimur árum fram ítarlegar efnahagstillögur, þar á meðal tillögur um almenna skuldaniðurfellingu fyrir heimilin í landinu sem hefðu þá þegar getað snúið þessari þróun við. Á þær tillögur var ekki hlustað, reyndar voru þær barðar niður með offorsi af vinstri flokkunum. Skýrslan um endurreisn bankanna sem kom út í vor sýndi hins vegar að svigrúmið var til staðar en meðvituð ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafa njóta þess í stað heimilanna. Þetta má ekki gerast aftur. Framsókn mun á komandi þingi leggja krafta sína í að berjast fyrir aðgerðum í efnahagsmálum sem geta, verði á okkur hlustað í þetta sinn, snúið þróuninni við og gert fólki kleift að ná endum saman á ný. Við höfum þegar lagt fram á þingi ítarlegar tillögur um sókn í atvinnumálum, því heimilin munu ekki losna úr álögum skulda nema ráðist verði í markvissa atvinnuuppbyggingu. En sókn í atvinnumálum verður að fylgja stöðugleiki í efnahagsmálum svo hagur heimila og fyrirtækja nái að dafna og vaxa. Þetta tvennt er forsenda þess velferðarsamfélags sem við viljum og verðum að byggja upp á nýjan leik. Vinna, vöxtur, velferð. Það er leiðin út úr vandanum. Eina leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú í lok vikunnar kemur Alþingi saman á ný. Ég hef reyndar mælst til þess nokkrum sinnum í sumar að þingið yrði kallað saman til að ræða ýmis mál sem tæplega þoldu bið. Þeirra á meðal er ríkisskuldakrísa Evrópuríkjanna, sem aðeins er spurning hvenær en ekki hvort mun hafa áhrif hér á landi. Mikil umræða hefur eðlilega skapast um Evrópumál í sumar vegna þess vanda sem nú steðjar að fjármálalífi ESB-ríkjanna og skoðanir manna eru ákaflega mismunandi. Svo mismunandi að Framsókn hefur nú orðið að sjá á eftir Guðmundi Steingrímssyni. Það er auðvitað leitt að missa góðan mann úr þingflokknum en við Guðmundur ræddum saman og hann fór vel yfir ástæður sínar. Það er augljóst að hann hefur tekið ákvörðun sína að vel athuguðu máli og þetta er því miður niðurstaða hans. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Um leið og ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og þakka honum kærlega fyrir samstarfið vonast ég til að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans. Við verðum að setja fólkið og heimilin í forgangEn Evrópumál og flokkadrættir vegna þeirra eru ekki það sem Íslendingar, innan Alþingis og utan, þurfa að leggja höfuðáherslu á nú á haustmánuðum. Skuldavandi heimilanna er orðinn slíkur að vart verður við ráðið lengur. Það hlýtur að vera forgangsverkefni okkar allra að leysa fólkið í landinu úr böndum húsnæðisskulda og atvinnuleysis. Árið 2009 var því spáð að nú, tveimur árum seinna, yrði botni kreppunnar náð og að heimilin og fyrirtækin í landinu myndu geta greint ljósið við enda ganganna. Í dag er það öðru nær. Atvinnuleysi mælist enn rúmlega 6 prósent, næstum jafn mikið og í upphafi árs 2009. Engar afgerandi lausnir bjóðast á húsnæðisskuldum heimilanna og ekki hefur verið ráðist í neinar almennar aðgerðir til skuldaniðurfellingar, sem kæmu þeim best sem mest þurfa á þeim að halda. Sú leið sem ríkisstjórnin boðaði eftir fjöldamótmæli í október 2010, hin svokallaða 110% leið, hækkar nú að líkindum í 130% leið vegna efnahagslegrar óstjórnar og óþarfra vaxtahækkana sem ekki sér fyrir endann á. "Eftir tvö ár verður botninum náð.“Þegar ríkisstjórnin tók við völdum 2009 bauð hún upp á að næstu tvö ár yrðu erfið en að þeim loknum yrði séð til lands, Tekið yrði á skuldavandanum, fjárhagur heimilanna myndi vænkast og atvinnulífið taka við sér. Í krafti þessa loforðs hefur fólkið í landinu þolað skattahækkanir og niðurskurð sem áttu að fjármagna erlend lán ríkisins og loka fjárlagagatinu. Þessi tvö ár eru liðin en gatið er enn risastórt. Þetta plan hefur ekki virkað. Nú í haust mun ríkisstjórnin samt aðeins bjóða heimilunum upp á meira af því sama. Meiri skattahækkanir. Meiri niðurskurður. Engin atvinnuuppbygging, engin fjárfesting og engin lausn á skuldavanda heimilanna. Þeir sem gátu í tvö ár haldið rekstri heimilisins á floti með því að nýta ævisparnað sinn, með snemmbærri úttekt lífeyrissparnaðar eða með söfnun kreditkortaskulda eru nú þremur árum frá hruni komnir að enda vegarins. Það er ekkert eftir til að ná endum saman. Afborganir falla ógreiddar á gjalddaga, bankarnir ganga sífellt harðar fram í innheimtu þrátt fyrir fögur loforð um annað, daglegur rekstur heimilisins verður mjög erfiður og brátt ómögulegur. Fleiri og fleiri missa húsnæðið, fjárhagsvandinn leggst sem mara á sambönd fólks og fjölskyldur flosna upp. Þetta má ekki halda svona áfram. Við sem vinnum í stjórnmálum verðum að átta okkur sameiginlega á því að heimilin þola ekki meira. Við verðum að þora að viðurkenna að það er þörf á nýrri nálgun. Verður hlustað á okkur í haust?Framsókn lagði fyrir tveimur árum fram ítarlegar efnahagstillögur, þar á meðal tillögur um almenna skuldaniðurfellingu fyrir heimilin í landinu sem hefðu þá þegar getað snúið þessari þróun við. Á þær tillögur var ekki hlustað, reyndar voru þær barðar niður með offorsi af vinstri flokkunum. Skýrslan um endurreisn bankanna sem kom út í vor sýndi hins vegar að svigrúmið var til staðar en meðvituð ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafa njóta þess í stað heimilanna. Þetta má ekki gerast aftur. Framsókn mun á komandi þingi leggja krafta sína í að berjast fyrir aðgerðum í efnahagsmálum sem geta, verði á okkur hlustað í þetta sinn, snúið þróuninni við og gert fólki kleift að ná endum saman á ný. Við höfum þegar lagt fram á þingi ítarlegar tillögur um sókn í atvinnumálum, því heimilin munu ekki losna úr álögum skulda nema ráðist verði í markvissa atvinnuuppbyggingu. En sókn í atvinnumálum verður að fylgja stöðugleiki í efnahagsmálum svo hagur heimila og fyrirtækja nái að dafna og vaxa. Þetta tvennt er forsenda þess velferðarsamfélags sem við viljum og verðum að byggja upp á nýjan leik. Vinna, vöxtur, velferð. Það er leiðin út úr vandanum. Eina leiðin.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun