Frægð og frami Hannes Pétursson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Nú eru framundan miklir dagar til handa íslenzkum útgefendum og rithöfundum: bókakaupstefnan stóra í Frankfurt am Main. Þar skipar Ísland heiðurssess þetta árið. Þann heiðurssess eigum við sér í lagi að þakka íslenzkum fornbókmenntum eins og fleira gott fyrr og síðar. Þær ásamt helztu skáldsögum Halldórs Laxness eru einu heimsbókmenntirnar í fyllsta skilningi sem við getum státað af og því er fagnaðarefni að nú skuli koma út nýjar þýðingar þessara gersema á þýzku. Óskandi er að vel hafi til tekizt. Í því sambandi get ég ekki stillt mig um að rifja upp lítilræði: Síðla hausts 1952 fór ég námsmaður til Kölnar við Rín, nýbakaður stúdent. Ég sté þar út úr næturlest frá Hamborg árla morguns. Þegar ég kom út á torgið framan við járnbrautarstöðina varð mér litið í glugga bókabúðar stutt frá aðalútgöngunni og hvað rek ég augun í annað en Íslandsklukkuna! Þýzkri þýðingu sögunnar hafði verið stillt upp í sýningarglugga þannig að hún var auðsæilega ný af nálinni. Ég var einn á ferð, kominn til stórborgar sem hafði að mestu hrunið til grunna í styrjöldinni og þessi sjón, Íslandsklukkan á fínum stað í glugganum, yljaði mér samstundis um hjartarætur. Samt sem áður kynnti ég mér aldrei þýðinguna, en glöggur maður tjáði mér veturinn eftir að hún væri víst síður en svo gallalaus, til dæmis hefði þýðandinn ekki skilið orðið Ólafsvíkingar (á Snæfellsnesi) og snúið því þannig að Ólsararnir urðu að víkingum Ólafs helga Noregskonungs. Slíkt og þvílíkt hendir á beztu bæjum í þýðingabransanum og skyldi enginn gera sig digran. Ekki mun skekkjan sú, né ef til vill aðrar sem ég kann ekki skil á, hafa truflað Nóbelshöfundinn Hermann Hesse. Hann las Íslandsklukkuna í þessari þýðingu og birti lofsamlegan dóm um söguna í blaði eða tímariti, man ekki hvort heldur var, rakst á grein hans fyrir tilviljun. Hesse var lengi einhver virtasti umsagnarmaður í bókmenntaheiminum þýzka. Nú heyrist í fréttum að þýdd hafi verið á þýzku gomma af íslenzkum bókmenntum í tilefni kaupstefnunnar í Frankfurt. Þar má búast við ýmiss konar „Ólafsvíkingum”, en ekki er til neins að gera sér rellu út af því. Þetta fer allt saman vel að lokum. Mig rámar í að Knut Hamsun héldi því fram að norrænir höfundar mættu einungis þakka það þýzka bókamarkaðinum hafi þeir náð alþjóðlegri frægð. Sennilega er talsvert til í þessu. Þýzki bókamarkaðurinn, þar sem prentlistin hófst, hefur löngum verið öflugur og þó aldrei sem nú. Ég las fyrir skemmstu í „Frankfurter Allgemeine Zeitung” að síðastliðinn áratug hefði viðskiptaveltan hjá þýzkum útgefendum og bóksölum numið 9-10 milljörðum evra ár hvert og skarað fram úr veltunni á öðrum sviðum menningar og mennta, svo sem kvikmynda, tónlistar og leikjaframleiðslu. Næstliðið ár var sérstaklega hagstætt bókamarkaðinum í Þýzkalandi, þá voru bækur og fagtímarit seld þar fyrir samtals 9,7 milljarða evra og nýir titlar fleiri en áður, urðu 84.351 stóð í blaðinu. Inn á þennan risamarkað göngum við Íslendingar nú í halarófu, tökum ofan lambhúshetturnar og segjum „guten Tag”. En ég er þess fullviss þrátt fyrir allt og allt að Halldór Guðmundsson, ritstjóri íslenzkra bókmennta í heild að fornu og nýju, muni vel fyrir sjá. Og vitaskuld gerir maður sér vonir um að skoðun Hamsuns, sú sem vísað var til, sanni gildi sitt og einhverjir höfundar ríði feitum hesti frá kaupstefnunni. Það hlýtur að teljast sjálfsagður hlutur að forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sá kunni Evrópusinni og ágæti náttúruvísindamaður, einkum á sviði jöklafræði, eldfjallafræði og loftslagsfræði, mæli nokkur orð þarna í Frankfurt, í fæðingarborg Goethes og höfuðstöðvum evrunnar. Glamuryrði forsetans um okkur Íslendinga eru jafnan vel þegin bæði hér heima og utanlands. Þau laga sig að vísu hverju sinni eftir aðstæðum, jafnt fyrirhrunsglamrið sem eftirhrunsglamrið, enda er forseti lýðveldisins búinn einum af mörgum merkilegum kostum Óðins. Í Ynglingasögu segir Snorri um Óðin „að hann kunni þær íþróttir, að hann skipti litum og líkjum á hverja lund, er hann vildi“. Það ætti einkar vel við að forseti lýðveldisins talaði í Frankfurt um heimsbókmenntirnar. Í fyrsta lagi vegna þess að á umliðnum árum hefur hann sérhæft sig í að setja alla atburði og öll atvik, sama hversu smá þau voru, í heimssögulegt ljós; í annan stað fyrir þá sök að Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir („Weltliteratur”). Ég segi fyrir mína parta að ég treysti engum manni betur en forseta lýðveldisins til að gera sér mat úr hugtaki Goethes, okkur öllum til frægðar og frama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nú eru framundan miklir dagar til handa íslenzkum útgefendum og rithöfundum: bókakaupstefnan stóra í Frankfurt am Main. Þar skipar Ísland heiðurssess þetta árið. Þann heiðurssess eigum við sér í lagi að þakka íslenzkum fornbókmenntum eins og fleira gott fyrr og síðar. Þær ásamt helztu skáldsögum Halldórs Laxness eru einu heimsbókmenntirnar í fyllsta skilningi sem við getum státað af og því er fagnaðarefni að nú skuli koma út nýjar þýðingar þessara gersema á þýzku. Óskandi er að vel hafi til tekizt. Í því sambandi get ég ekki stillt mig um að rifja upp lítilræði: Síðla hausts 1952 fór ég námsmaður til Kölnar við Rín, nýbakaður stúdent. Ég sté þar út úr næturlest frá Hamborg árla morguns. Þegar ég kom út á torgið framan við járnbrautarstöðina varð mér litið í glugga bókabúðar stutt frá aðalútgöngunni og hvað rek ég augun í annað en Íslandsklukkuna! Þýzkri þýðingu sögunnar hafði verið stillt upp í sýningarglugga þannig að hún var auðsæilega ný af nálinni. Ég var einn á ferð, kominn til stórborgar sem hafði að mestu hrunið til grunna í styrjöldinni og þessi sjón, Íslandsklukkan á fínum stað í glugganum, yljaði mér samstundis um hjartarætur. Samt sem áður kynnti ég mér aldrei þýðinguna, en glöggur maður tjáði mér veturinn eftir að hún væri víst síður en svo gallalaus, til dæmis hefði þýðandinn ekki skilið orðið Ólafsvíkingar (á Snæfellsnesi) og snúið því þannig að Ólsararnir urðu að víkingum Ólafs helga Noregskonungs. Slíkt og þvílíkt hendir á beztu bæjum í þýðingabransanum og skyldi enginn gera sig digran. Ekki mun skekkjan sú, né ef til vill aðrar sem ég kann ekki skil á, hafa truflað Nóbelshöfundinn Hermann Hesse. Hann las Íslandsklukkuna í þessari þýðingu og birti lofsamlegan dóm um söguna í blaði eða tímariti, man ekki hvort heldur var, rakst á grein hans fyrir tilviljun. Hesse var lengi einhver virtasti umsagnarmaður í bókmenntaheiminum þýzka. Nú heyrist í fréttum að þýdd hafi verið á þýzku gomma af íslenzkum bókmenntum í tilefni kaupstefnunnar í Frankfurt. Þar má búast við ýmiss konar „Ólafsvíkingum”, en ekki er til neins að gera sér rellu út af því. Þetta fer allt saman vel að lokum. Mig rámar í að Knut Hamsun héldi því fram að norrænir höfundar mættu einungis þakka það þýzka bókamarkaðinum hafi þeir náð alþjóðlegri frægð. Sennilega er talsvert til í þessu. Þýzki bókamarkaðurinn, þar sem prentlistin hófst, hefur löngum verið öflugur og þó aldrei sem nú. Ég las fyrir skemmstu í „Frankfurter Allgemeine Zeitung” að síðastliðinn áratug hefði viðskiptaveltan hjá þýzkum útgefendum og bóksölum numið 9-10 milljörðum evra ár hvert og skarað fram úr veltunni á öðrum sviðum menningar og mennta, svo sem kvikmynda, tónlistar og leikjaframleiðslu. Næstliðið ár var sérstaklega hagstætt bókamarkaðinum í Þýzkalandi, þá voru bækur og fagtímarit seld þar fyrir samtals 9,7 milljarða evra og nýir titlar fleiri en áður, urðu 84.351 stóð í blaðinu. Inn á þennan risamarkað göngum við Íslendingar nú í halarófu, tökum ofan lambhúshetturnar og segjum „guten Tag”. En ég er þess fullviss þrátt fyrir allt og allt að Halldór Guðmundsson, ritstjóri íslenzkra bókmennta í heild að fornu og nýju, muni vel fyrir sjá. Og vitaskuld gerir maður sér vonir um að skoðun Hamsuns, sú sem vísað var til, sanni gildi sitt og einhverjir höfundar ríði feitum hesti frá kaupstefnunni. Það hlýtur að teljast sjálfsagður hlutur að forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sá kunni Evrópusinni og ágæti náttúruvísindamaður, einkum á sviði jöklafræði, eldfjallafræði og loftslagsfræði, mæli nokkur orð þarna í Frankfurt, í fæðingarborg Goethes og höfuðstöðvum evrunnar. Glamuryrði forsetans um okkur Íslendinga eru jafnan vel þegin bæði hér heima og utanlands. Þau laga sig að vísu hverju sinni eftir aðstæðum, jafnt fyrirhrunsglamrið sem eftirhrunsglamrið, enda er forseti lýðveldisins búinn einum af mörgum merkilegum kostum Óðins. Í Ynglingasögu segir Snorri um Óðin „að hann kunni þær íþróttir, að hann skipti litum og líkjum á hverja lund, er hann vildi“. Það ætti einkar vel við að forseti lýðveldisins talaði í Frankfurt um heimsbókmenntirnar. Í fyrsta lagi vegna þess að á umliðnum árum hefur hann sérhæft sig í að setja alla atburði og öll atvik, sama hversu smá þau voru, í heimssögulegt ljós; í annan stað fyrir þá sök að Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir („Weltliteratur”). Ég segi fyrir mína parta að ég treysti engum manni betur en forseta lýðveldisins til að gera sér mat úr hugtaki Goethes, okkur öllum til frægðar og frama.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar