Moggalygi í Magmamáli Guðbrandur Einarsson skrifar 5. ágúst 2011 07:00 Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun