Guðjón Þórðarson: Mér ber skylda til þess að verja mína leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2011 09:00 Guðjón Þórðarson á Valbjarnarvelli Fréttablaðið/Anton undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson. Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn