Guðjón Þórðarson: Mér ber skylda til þess að verja mína leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2011 09:00 Guðjón Þórðarson á Valbjarnarvelli Fréttablaðið/Anton undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira