Íslenskur Iggy Pop Trausti Júlíusson skrifar 29. júní 2011 11:00 Fyrsta plata Guðmundar Þóris Sigurðssonar er ekki frumleg en flott engu að síður. Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira