Íslenskur hlaupastíll vekur athygli í Englandi 26. júní 2011 11:00 Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri Smart Motion Running, mun kenna Bretum að hlaupa upp á nýtt. Fréttablaðið/gva Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“