Marvel hamrar járnið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. júní 2011 22:30 Bíó X-Men: First Class. Leikstjóri: Matthew Vaughn. Aðalhlutverk: James McAvoy, Michael Fassbender, Kevin Bacon, Jennifer Lawrence, Oliver Platt. Íslendingar biðu allan maímánuð eftir sumri og sól, og nú í júníbyrjun bólar enn ekkert á nothæfu Nauthólsvíkur-veðri. En sumarið er svo sannarlega komið í bíó. Ofurhetjumyndirnar eru mættar til landsins, fyrst Thor, og nú X-Men: First Class. Myndin er eins konar formáli X-Men þríleiksins sem byrjaði ágætlega en fjaraði síðan út í vitleysu. Hér fáum við að kynnast hetjunum þegar þær voru að byrja í bransanum. Sagan hefst undir lok seinna stríðs en meginþorri myndarinnar gerist í upphafi 7. áratugarins. „Stökkbreytingarnir“ eru einn af öðrum að ná tökum á ofurkröftum sínum og kumpánarnir Prófessor X og Magneto vinna hörðum höndum við að hóa liðinu saman. Það er kærkomin tilbreyting að losna við tækni 21. aldarinnar í mynd sem þessari. Á tilraunastofu X-mennanna eru engar stafrænar heilmyndir sem svífa um í lausu lofti, heldur gamaldags apparöt sem snúast og gefa frá sér ljós og píp. „Sixtísið“ er sæmilega gert og ógn Sovétsins svífur yfir vötnum. Leikararnir skila sínu og þeir McAvoy og Fassbender ná vel saman. Það er alltaf gaman að sjá Kevin Bacon (sem leikur hér með Fassbender, en hann var í Inglourious Basterds með Daniel Brühl, sem var síðan í Kóngavegi með Sigga Sigurjóns) og hann túlkar skúrkinn Sebastian Shaw með miklum sóma. Marvel-veldið er búið að þróa þægilega ofurhetjuformúlu sem virkar vel á hvíta tjaldinu. X-Men: First Class fylgir formúlunni eftir í einu og öllu og ég get sætt mig við það því formúlan virkar. Hún samanstendur af hæfilegu magni kjánaskapar, myndarlegu fólki í þröngum búningum, og misjöfnum tölvubrellum. Niðurstaða: Skemmtilegt ævintýri sem tekur sig mátulega alvarlega. Enda engin ástæða til annars. Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó X-Men: First Class. Leikstjóri: Matthew Vaughn. Aðalhlutverk: James McAvoy, Michael Fassbender, Kevin Bacon, Jennifer Lawrence, Oliver Platt. Íslendingar biðu allan maímánuð eftir sumri og sól, og nú í júníbyrjun bólar enn ekkert á nothæfu Nauthólsvíkur-veðri. En sumarið er svo sannarlega komið í bíó. Ofurhetjumyndirnar eru mættar til landsins, fyrst Thor, og nú X-Men: First Class. Myndin er eins konar formáli X-Men þríleiksins sem byrjaði ágætlega en fjaraði síðan út í vitleysu. Hér fáum við að kynnast hetjunum þegar þær voru að byrja í bransanum. Sagan hefst undir lok seinna stríðs en meginþorri myndarinnar gerist í upphafi 7. áratugarins. „Stökkbreytingarnir“ eru einn af öðrum að ná tökum á ofurkröftum sínum og kumpánarnir Prófessor X og Magneto vinna hörðum höndum við að hóa liðinu saman. Það er kærkomin tilbreyting að losna við tækni 21. aldarinnar í mynd sem þessari. Á tilraunastofu X-mennanna eru engar stafrænar heilmyndir sem svífa um í lausu lofti, heldur gamaldags apparöt sem snúast og gefa frá sér ljós og píp. „Sixtísið“ er sæmilega gert og ógn Sovétsins svífur yfir vötnum. Leikararnir skila sínu og þeir McAvoy og Fassbender ná vel saman. Það er alltaf gaman að sjá Kevin Bacon (sem leikur hér með Fassbender, en hann var í Inglourious Basterds með Daniel Brühl, sem var síðan í Kóngavegi með Sigga Sigurjóns) og hann túlkar skúrkinn Sebastian Shaw með miklum sóma. Marvel-veldið er búið að þróa þægilega ofurhetjuformúlu sem virkar vel á hvíta tjaldinu. X-Men: First Class fylgir formúlunni eftir í einu og öllu og ég get sætt mig við það því formúlan virkar. Hún samanstendur af hæfilegu magni kjánaskapar, myndarlegu fólki í þröngum búningum, og misjöfnum tölvubrellum. Niðurstaða: Skemmtilegt ævintýri sem tekur sig mátulega alvarlega. Enda engin ástæða til annars.
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira