Skotheld blúsplata frá Andreu Trausti Júlíusson skrifar 19. maí 2011 14:30 Önnur plata Andreu og Blúsmanna er komin út eftir þrettán ára bið. Tónlist Rain on me rain. Andrea Gylfadóttir & Blúsmenn Andrea Gylfadóttir er hreint mögnuð blússöngkona. Hún hefur haldið úti hljómsveitinni Blúsmönnum Andreu í tuttugu ár og árið 1998 kom út platan Andrea og Blúsmenn, sem fékk góðar viðtökur og er löngu uppseld. Nú þrettán árum síðar er komin plata númer tvö, Rain on me rain, sem var tekin upp í Hljóðrita á tveimur dögum í mars síðastliðnum. Auk Andreu, sem syngur, eru á plötunni þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Einar Rúnarsson sem leikur á Hammond, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Ellefu lög eru á Rain on me rain. Tvö þeirra eru ný frumsamin lög eftir Andreu, en hin níu eru misþekktir smellir, þar á meðal I‘m Wild About That Thing, Fine and Mellow, Black Coffee, The Blues Ain‘t Nothing og meistaraverk Screamin’ Jay Hawkins, I Put a Spell on You. Það þarf ekki að fjölyrða um þennan disk. Hann er algerlega pottþéttur fyrir það sem hann er. Allir spilararnir standa fyrir sínu, Gummi sýnir oft mikil tilþrif á gítarinn og Andrea fer hreinlega á kostum. Tilfinningin og innlifunin hjá henni er einstök. Blúsaðdáendur ættu ekki að láta Rain on me rain framhjá sér fara. Niðurstaða: Andrea Gylfadóttir sýnir hvað hún getur á pottþéttri blúsplötu. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Rain on me rain. Andrea Gylfadóttir & Blúsmenn Andrea Gylfadóttir er hreint mögnuð blússöngkona. Hún hefur haldið úti hljómsveitinni Blúsmönnum Andreu í tuttugu ár og árið 1998 kom út platan Andrea og Blúsmenn, sem fékk góðar viðtökur og er löngu uppseld. Nú þrettán árum síðar er komin plata númer tvö, Rain on me rain, sem var tekin upp í Hljóðrita á tveimur dögum í mars síðastliðnum. Auk Andreu, sem syngur, eru á plötunni þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Einar Rúnarsson sem leikur á Hammond, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Ellefu lög eru á Rain on me rain. Tvö þeirra eru ný frumsamin lög eftir Andreu, en hin níu eru misþekktir smellir, þar á meðal I‘m Wild About That Thing, Fine and Mellow, Black Coffee, The Blues Ain‘t Nothing og meistaraverk Screamin’ Jay Hawkins, I Put a Spell on You. Það þarf ekki að fjölyrða um þennan disk. Hann er algerlega pottþéttur fyrir það sem hann er. Allir spilararnir standa fyrir sínu, Gummi sýnir oft mikil tilþrif á gítarinn og Andrea fer hreinlega á kostum. Tilfinningin og innlifunin hjá henni er einstök. Blúsaðdáendur ættu ekki að láta Rain on me rain framhjá sér fara. Niðurstaða: Andrea Gylfadóttir sýnir hvað hún getur á pottþéttri blúsplötu.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira