Ofurlaun í vitlausum vasa 4. maí 2011 00:01 Mér þótti engu líkara en gamall draugur hefði aftur skotið upp kollinum þegar ég heyrði nýlega talað um „ofurlaun og bónusa æðstu stjórnarmanna“. Hrollur greip um sig hið innra og það sem verra var, þetta var aulahrollur. Ég man það nefnilega ennþá, því miður, þegar ég heyrði af þessum bónusum og ofurlaunum í góðærinu mikla en þá yppti ég öxlum og hugsaði með mér að þeir sem slíks nytu hefðu gríðarlega ábyrgð á herðum sér. Þetta væri fólk sem tæki ákvarðanir um milljarða króna og hvert axarskaft gæti haft afdrifaríkar afleiðingar. Svo yrði það sett á guð og gaddinn ef markaðurinn dæmdi það úr leik. Nú heyrði ég sem sagt aftur talað um ofurlaun og bónusa en spænska símafyrirtækið Telefonica ákvað nýverið að hrista upp í stjórnendum sínum með því að hækka bónusinn og auka fríðindin. Hins vegar var rúmlega fimm þúsund starfsmönnum sagt upp um svipað leyti vegna þrenginga. Þeir falla því eins og dropar í haf fimm milljóna atvinnuleysingja sem arka um strætin á Spáni. Svo óskemmtilega vildi til að á sama tíma var ég að lesa bók Björgvins G. Sigurðssonar, Stormurinn. Þar segir meðal annars frá því þegar Seðlabankinn vildi ekki líta við veðunum sem Glitnismenn báru á borð í þeim tilgangi að fá neyðarlán. Þessi veð voru í formi einstaklingslána, það er að segja ekki hnýtt í gegnum eignarhaldsfélög eins og umsvifameiri menn gera. Um höfnun Seðlabankans á þessum veðum segir Björgvin svo: „Mitt fyrsta viðbragð var að þetta væri glapræði af hálfu Seðlabankans. Í slíkum lánum fælist miklu dreifðari áhætta en öðrum og reynslan sýndi að þeir sem síðast hættu að standa í skilum væru einstaklingar.“ Þetta er hárrétt hjá fyrrverandi viðskiptaráðherra. Við höfum líka séð að það er nær ómögulegt að skera almúgafólk úr snörunni. Það verður sjálft að vinna sig úr þrælkuninni. En svo sjá menn líka hvað gerist þegar mjóu bökin bregðast; byrjaði þetta ekki allt saman með því að almúginn í Bandaríkjunum gafst smátt og smátt upp á undirmálslánunum svokölluðu? Mikið var ég vitlaus. Líklega verð ég að bera aulahrollinn eins og kross uns bónusunum og ofurlaununum verður dreift á þá sem í raun og veru bera ábyrgðina og sitja uppi með mestu áhættuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun
Mér þótti engu líkara en gamall draugur hefði aftur skotið upp kollinum þegar ég heyrði nýlega talað um „ofurlaun og bónusa æðstu stjórnarmanna“. Hrollur greip um sig hið innra og það sem verra var, þetta var aulahrollur. Ég man það nefnilega ennþá, því miður, þegar ég heyrði af þessum bónusum og ofurlaunum í góðærinu mikla en þá yppti ég öxlum og hugsaði með mér að þeir sem slíks nytu hefðu gríðarlega ábyrgð á herðum sér. Þetta væri fólk sem tæki ákvarðanir um milljarða króna og hvert axarskaft gæti haft afdrifaríkar afleiðingar. Svo yrði það sett á guð og gaddinn ef markaðurinn dæmdi það úr leik. Nú heyrði ég sem sagt aftur talað um ofurlaun og bónusa en spænska símafyrirtækið Telefonica ákvað nýverið að hrista upp í stjórnendum sínum með því að hækka bónusinn og auka fríðindin. Hins vegar var rúmlega fimm þúsund starfsmönnum sagt upp um svipað leyti vegna þrenginga. Þeir falla því eins og dropar í haf fimm milljóna atvinnuleysingja sem arka um strætin á Spáni. Svo óskemmtilega vildi til að á sama tíma var ég að lesa bók Björgvins G. Sigurðssonar, Stormurinn. Þar segir meðal annars frá því þegar Seðlabankinn vildi ekki líta við veðunum sem Glitnismenn báru á borð í þeim tilgangi að fá neyðarlán. Þessi veð voru í formi einstaklingslána, það er að segja ekki hnýtt í gegnum eignarhaldsfélög eins og umsvifameiri menn gera. Um höfnun Seðlabankans á þessum veðum segir Björgvin svo: „Mitt fyrsta viðbragð var að þetta væri glapræði af hálfu Seðlabankans. Í slíkum lánum fælist miklu dreifðari áhætta en öðrum og reynslan sýndi að þeir sem síðast hættu að standa í skilum væru einstaklingar.“ Þetta er hárrétt hjá fyrrverandi viðskiptaráðherra. Við höfum líka séð að það er nær ómögulegt að skera almúgafólk úr snörunni. Það verður sjálft að vinna sig úr þrælkuninni. En svo sjá menn líka hvað gerist þegar mjóu bökin bregðast; byrjaði þetta ekki allt saman með því að almúginn í Bandaríkjunum gafst smátt og smátt upp á undirmálslánunum svokölluðu? Mikið var ég vitlaus. Líklega verð ég að bera aulahrollinn eins og kross uns bónusunum og ofurlaununum verður dreift á þá sem í raun og veru bera ábyrgðina og sitja uppi með mestu áhættuna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun