Ofurlaun í vitlausum vasa 4. maí 2011 00:01 Mér þótti engu líkara en gamall draugur hefði aftur skotið upp kollinum þegar ég heyrði nýlega talað um „ofurlaun og bónusa æðstu stjórnarmanna“. Hrollur greip um sig hið innra og það sem verra var, þetta var aulahrollur. Ég man það nefnilega ennþá, því miður, þegar ég heyrði af þessum bónusum og ofurlaunum í góðærinu mikla en þá yppti ég öxlum og hugsaði með mér að þeir sem slíks nytu hefðu gríðarlega ábyrgð á herðum sér. Þetta væri fólk sem tæki ákvarðanir um milljarða króna og hvert axarskaft gæti haft afdrifaríkar afleiðingar. Svo yrði það sett á guð og gaddinn ef markaðurinn dæmdi það úr leik. Nú heyrði ég sem sagt aftur talað um ofurlaun og bónusa en spænska símafyrirtækið Telefonica ákvað nýverið að hrista upp í stjórnendum sínum með því að hækka bónusinn og auka fríðindin. Hins vegar var rúmlega fimm þúsund starfsmönnum sagt upp um svipað leyti vegna þrenginga. Þeir falla því eins og dropar í haf fimm milljóna atvinnuleysingja sem arka um strætin á Spáni. Svo óskemmtilega vildi til að á sama tíma var ég að lesa bók Björgvins G. Sigurðssonar, Stormurinn. Þar segir meðal annars frá því þegar Seðlabankinn vildi ekki líta við veðunum sem Glitnismenn báru á borð í þeim tilgangi að fá neyðarlán. Þessi veð voru í formi einstaklingslána, það er að segja ekki hnýtt í gegnum eignarhaldsfélög eins og umsvifameiri menn gera. Um höfnun Seðlabankans á þessum veðum segir Björgvin svo: „Mitt fyrsta viðbragð var að þetta væri glapræði af hálfu Seðlabankans. Í slíkum lánum fælist miklu dreifðari áhætta en öðrum og reynslan sýndi að þeir sem síðast hættu að standa í skilum væru einstaklingar.“ Þetta er hárrétt hjá fyrrverandi viðskiptaráðherra. Við höfum líka séð að það er nær ómögulegt að skera almúgafólk úr snörunni. Það verður sjálft að vinna sig úr þrælkuninni. En svo sjá menn líka hvað gerist þegar mjóu bökin bregðast; byrjaði þetta ekki allt saman með því að almúginn í Bandaríkjunum gafst smátt og smátt upp á undirmálslánunum svokölluðu? Mikið var ég vitlaus. Líklega verð ég að bera aulahrollinn eins og kross uns bónusunum og ofurlaununum verður dreift á þá sem í raun og veru bera ábyrgðina og sitja uppi með mestu áhættuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Mér þótti engu líkara en gamall draugur hefði aftur skotið upp kollinum þegar ég heyrði nýlega talað um „ofurlaun og bónusa æðstu stjórnarmanna“. Hrollur greip um sig hið innra og það sem verra var, þetta var aulahrollur. Ég man það nefnilega ennþá, því miður, þegar ég heyrði af þessum bónusum og ofurlaunum í góðærinu mikla en þá yppti ég öxlum og hugsaði með mér að þeir sem slíks nytu hefðu gríðarlega ábyrgð á herðum sér. Þetta væri fólk sem tæki ákvarðanir um milljarða króna og hvert axarskaft gæti haft afdrifaríkar afleiðingar. Svo yrði það sett á guð og gaddinn ef markaðurinn dæmdi það úr leik. Nú heyrði ég sem sagt aftur talað um ofurlaun og bónusa en spænska símafyrirtækið Telefonica ákvað nýverið að hrista upp í stjórnendum sínum með því að hækka bónusinn og auka fríðindin. Hins vegar var rúmlega fimm þúsund starfsmönnum sagt upp um svipað leyti vegna þrenginga. Þeir falla því eins og dropar í haf fimm milljóna atvinnuleysingja sem arka um strætin á Spáni. Svo óskemmtilega vildi til að á sama tíma var ég að lesa bók Björgvins G. Sigurðssonar, Stormurinn. Þar segir meðal annars frá því þegar Seðlabankinn vildi ekki líta við veðunum sem Glitnismenn báru á borð í þeim tilgangi að fá neyðarlán. Þessi veð voru í formi einstaklingslána, það er að segja ekki hnýtt í gegnum eignarhaldsfélög eins og umsvifameiri menn gera. Um höfnun Seðlabankans á þessum veðum segir Björgvin svo: „Mitt fyrsta viðbragð var að þetta væri glapræði af hálfu Seðlabankans. Í slíkum lánum fælist miklu dreifðari áhætta en öðrum og reynslan sýndi að þeir sem síðast hættu að standa í skilum væru einstaklingar.“ Þetta er hárrétt hjá fyrrverandi viðskiptaráðherra. Við höfum líka séð að það er nær ómögulegt að skera almúgafólk úr snörunni. Það verður sjálft að vinna sig úr þrælkuninni. En svo sjá menn líka hvað gerist þegar mjóu bökin bregðast; byrjaði þetta ekki allt saman með því að almúginn í Bandaríkjunum gafst smátt og smátt upp á undirmálslánunum svokölluðu? Mikið var ég vitlaus. Líklega verð ég að bera aulahrollinn eins og kross uns bónusunum og ofurlaununum verður dreift á þá sem í raun og veru bera ábyrgðina og sitja uppi með mestu áhættuna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun