Karl Ágúst og andlegt gjaldþrot? Stefán Benediktsson skrifar 28. apríl 2011 00:00 Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar