Karl Ágúst og andlegt gjaldþrot? Stefán Benediktsson skrifar 28. apríl 2011 00:00 Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun