Atvinnuleit er erfið Fjóla Einarsdóttir skrifar 12. apríl 2011 07:30 Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun