Gæti hreinsað út Icesave-skuld 8. apríl 2011 06:00 Verslanakeðjan er að stórum hluta í eigu þrotabús Landsbankans. Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 milljarða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi. Þetta er fullyrt á vef Financial Times. Skilanefnd þrotabúsins hefur þó aðeins staðfest að hún sé byrjuð að kanna hvaða möguleikar eru á að selja Iceland Foods. Eignin er þar með komin í söluferli og á næstu vikum verður rætt við ýmsar fjármálastofnanir um ráðgjöf við söluna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða margar af stærstu fjármálastofnunum heims. Fáist um 2 milljarðar punda fyrir Iceland Foods, líkt og Financial Times heldur fram, væri Icesave-skuld bankans, samkvæmt þeim samningi við Breta og Hollendinga sem borinn verður undir þjóðina á morgun, í reynd úr sögunni og kostnaður ríkissjóðs þar af leiðandi enginn. Eignarhlutur þrotabúsins í Iceland Foods er tæp 67 prósent þannig að úr sölunni gætu fengist 220 til 250 milljarðar króna. Hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda af þessari fjárhæð væri 112 til 126 milljarðar króna, sem er 52 til 66 milljörðum meira en gert var ráð fyrir að Tryggingarsjóðurinn myndi fá af þeim 117 milljörðum sem skilanefndin hafði reiknað með að fengist samtals út úr allri hlutabréfaeign þrotabúsins, þar með töldum hlutabréfum í Iceland Foods.- gb Icesave Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 milljarða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi. Þetta er fullyrt á vef Financial Times. Skilanefnd þrotabúsins hefur þó aðeins staðfest að hún sé byrjuð að kanna hvaða möguleikar eru á að selja Iceland Foods. Eignin er þar með komin í söluferli og á næstu vikum verður rætt við ýmsar fjármálastofnanir um ráðgjöf við söluna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða margar af stærstu fjármálastofnunum heims. Fáist um 2 milljarðar punda fyrir Iceland Foods, líkt og Financial Times heldur fram, væri Icesave-skuld bankans, samkvæmt þeim samningi við Breta og Hollendinga sem borinn verður undir þjóðina á morgun, í reynd úr sögunni og kostnaður ríkissjóðs þar af leiðandi enginn. Eignarhlutur þrotabúsins í Iceland Foods er tæp 67 prósent þannig að úr sölunni gætu fengist 220 til 250 milljarðar króna. Hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda af þessari fjárhæð væri 112 til 126 milljarðar króna, sem er 52 til 66 milljörðum meira en gert var ráð fyrir að Tryggingarsjóðurinn myndi fá af þeim 117 milljörðum sem skilanefndin hafði reiknað með að fengist samtals út úr allri hlutabréfaeign þrotabúsins, þar með töldum hlutabréfum í Iceland Foods.- gb
Icesave Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira