Hrollvekjandi skilaboð 1. apríl 2011 06:00 Þann 25. janúar 2011 féll furðudómur í Héraðsdómi Austurlands um hvað Landsvirkjun beri að greiða fyrir Jöklu. Bagaleg er þögnin sem ríkir um þetta mikilvæga mál. Á því eru vissulega margir fletir en það er ekki eins flókið og ætla mætti að óathuguðu máli. Fyrir það fyrsta: Þetta er íslenskur almenningur gegn Landsvirkjun en ekki gráðugir afdalabændur gegn almenningi (ríkinu). Landsvirkjun er ríki í ríkinu og hefur verið í einkavæðingaferli áratugum saman. Til áréttingar: Ríkið á vel á 70% vatnsréttinda sem fylgja Jöklu. Þannig að „landeigendum“, sumsé þeim sem eiga land í einkaeigu sem liggur að Jöklu, er ætlað samtals 400 milljónir í sinn hlut, ekki 1,6 milljarður (1,2 milljarður plús 20% skattur af rest fer beint í ríkissjóð). Stóri eigandi vatnsréttinda er íslenskur almenningur. Hvað þarf til að almenningur átti sig á því? Lykilspurning er þessi: Hvers virði er vatnsorkan? Hvers virði er bensínið sem knýr þetta allt áfram – frumforsenda virkjunarinnar? Um það snýst málið, þó lögmaður Landsvirkjunar hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að flækja málið og tekist bærilega upp. Miðað við dóminn, en Jökla er tæp 14 prósent allrar virkjanlegrar fallvatnsorku Íslands, er vatnsorkan öll 12 milljarða króna virði – eða sem nemur um það bil verði rúmlega hálfrar Boeing-þotu? Um hvað eru menn eiginlega að tala þegar fjallað er um orkuauðlindir landsins og mikilvægi þeirra? Landsvirkunarmenn segja dómin hafa ótvírætt fordæmisgildi. Skilaboðin sem verið er að senda erlendum álbræðslum eru hrollvekjandi: Þið fáið raforku fyrir nánast ekki neitt. Eftir dóminn fjallaði Viðskiptablaðið um vatnsorku landsins og þar er hún metin með hóflegri notkun á 200 milljarða á ári! Hagsmunum fórnað til að fela klúðurMórallinn í þjóðfélaginu er sá að nú skal passa rækilega uppá að enginn fái neitt fyrir eigur sínar. Svo rammt kveður að þessu að frekar vilja menn fórna gígantískum hagsmunum fremur en að einhver bóndi fái hugsanlega einhverja hundraðþúsundkalla fyrir vatnsréttindi sín. Fyrsta spurning allra sem ég reyni að ræða þetta við er: Hvað ert þú sjálfur að græða á þessu? Dettur engum í hug að Landsvirkjun hljóti að hafa gert fyrirvara á samningum sínum við Alcoa um hvernig þetta mál fari? Með öðrum orðum: Líklegt má telja að ef orkan væri metin þó ekki væri nema á 1/100 af raunverulegu virði þá kæmi Alcoa að því að greiða þann reikning til dæmis með hækkuðu orkuverði til stóriðju. Ríkissjóður er að verða af gríðarlegum fjármunum vegna kotungsháttar. Þegar hið pantaða mat frá Landsvirkjun kom fram vildu eigendur vatnréttinda að sjálfsögðu ekki una því. Árni Mathiesen þá fjármálaráðherra, sem handhafi vel á 70% vatnsréttinda, var auðvitað á því einnig og lýsti því yfir þá. Einhvers staðar á leiðinni snérist honum hugur og hann ákvað óvænt bak við tjöldin að taka 180 gráðu snúning í málinu og una matinu. Menn geta velt því fyrir sér hvað olli hugarfarsbreytingu Árna? Hvers vegna hann ákvað að nánast selja Friðriki Sophussyni þá forstjóra Landsvirkjunar sjálfdæmi í málinu og styrkja þannig félaga sinn í sessi? Í leiðinni bjarga þáverandi stjórnvöldum, Geir H. Haarde og Valgerði Sverrisdóttur, frá því klúðri að hafa ekki gengið frá vatnréttindamálum áður en farið var í ofboði til að virkja? Dómari í þjónustu kerfisinsPantað mat? Fyrsta matið (fjölmörg önnur liggja fyrir sem kveða á um allt annað) og dómurinn eru uppá punkt og prik það sem Landsvirkjun ætlaði sér í upphaflegri kostnaðaráætlun að greiða fyrir vatnsréttindin: 400 milljónir. Athugist, þetta er eingreiðsla fyrir vatnréttindin um alla eilífð en það tekur Landsvirkjun fjóra mánuði að hafa fyrir þessari upphæð með hagnaði sínum af Kárahnjúkavirkjun einni þrátt fyrir tombóluverð til Alcoa. Módelið sem Landsvirkjun miðaði við í kostnaðaráætlun sinni er Blönduvirkjun frá árinu 1980! (Af hverju ekki að miða við Hamarskotslækinn í Hafnarfirði sem virkjaður var 1894 og virði vatnsorku þá?) Þetta er þrátt fyrir gerbreytt landslag í orkumálum á heimsvísu, og breytingar orkulaga frá árinu 2003. Af hverju stillir Halldór Björnsson héraðsdómari sér upp með þeim hætti að gera lögmönnum sækjenda að úrslitaatriði að afbyggja þetta tiltekna mat sem byggir á fullkomlega úreltum forsendum? Að öðrum kosti standi það. Auk þess að leggja áherslu á í dómsorði að Árni Mathiesen hafi fyrir sína parta unað mati Landsvirkjunar?! Í engu var tekið tillit til fjölda fordæma um leigu á vatnsorku í nútímanum og einfaldlega raforkuverði og orkusölu dagsins í dag. Þórður Bogason lögfræðingur Landsvirkjunar gat vart leynt glotti sínu þegar dómur var kveðinn upp klukkustund áður en Hæstiréttur kom með álit sitt um stjórnlagaþingskosningar. Leitt að segja en svarið gæti verið á þessa leið: Halldór Björnsson héraðsdómari er taglhnýtingur þess kerfis þaðan sem hann þiggur vald sitt, laun og öryggi. Borin von virðist fyrir einstaklinga að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum kerfisins. Þannig starfa þeir og hafa kannski alltaf gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þann 25. janúar 2011 féll furðudómur í Héraðsdómi Austurlands um hvað Landsvirkjun beri að greiða fyrir Jöklu. Bagaleg er þögnin sem ríkir um þetta mikilvæga mál. Á því eru vissulega margir fletir en það er ekki eins flókið og ætla mætti að óathuguðu máli. Fyrir það fyrsta: Þetta er íslenskur almenningur gegn Landsvirkjun en ekki gráðugir afdalabændur gegn almenningi (ríkinu). Landsvirkjun er ríki í ríkinu og hefur verið í einkavæðingaferli áratugum saman. Til áréttingar: Ríkið á vel á 70% vatnsréttinda sem fylgja Jöklu. Þannig að „landeigendum“, sumsé þeim sem eiga land í einkaeigu sem liggur að Jöklu, er ætlað samtals 400 milljónir í sinn hlut, ekki 1,6 milljarður (1,2 milljarður plús 20% skattur af rest fer beint í ríkissjóð). Stóri eigandi vatnsréttinda er íslenskur almenningur. Hvað þarf til að almenningur átti sig á því? Lykilspurning er þessi: Hvers virði er vatnsorkan? Hvers virði er bensínið sem knýr þetta allt áfram – frumforsenda virkjunarinnar? Um það snýst málið, þó lögmaður Landsvirkjunar hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að flækja málið og tekist bærilega upp. Miðað við dóminn, en Jökla er tæp 14 prósent allrar virkjanlegrar fallvatnsorku Íslands, er vatnsorkan öll 12 milljarða króna virði – eða sem nemur um það bil verði rúmlega hálfrar Boeing-þotu? Um hvað eru menn eiginlega að tala þegar fjallað er um orkuauðlindir landsins og mikilvægi þeirra? Landsvirkunarmenn segja dómin hafa ótvírætt fordæmisgildi. Skilaboðin sem verið er að senda erlendum álbræðslum eru hrollvekjandi: Þið fáið raforku fyrir nánast ekki neitt. Eftir dóminn fjallaði Viðskiptablaðið um vatnsorku landsins og þar er hún metin með hóflegri notkun á 200 milljarða á ári! Hagsmunum fórnað til að fela klúðurMórallinn í þjóðfélaginu er sá að nú skal passa rækilega uppá að enginn fái neitt fyrir eigur sínar. Svo rammt kveður að þessu að frekar vilja menn fórna gígantískum hagsmunum fremur en að einhver bóndi fái hugsanlega einhverja hundraðþúsundkalla fyrir vatnsréttindi sín. Fyrsta spurning allra sem ég reyni að ræða þetta við er: Hvað ert þú sjálfur að græða á þessu? Dettur engum í hug að Landsvirkjun hljóti að hafa gert fyrirvara á samningum sínum við Alcoa um hvernig þetta mál fari? Með öðrum orðum: Líklegt má telja að ef orkan væri metin þó ekki væri nema á 1/100 af raunverulegu virði þá kæmi Alcoa að því að greiða þann reikning til dæmis með hækkuðu orkuverði til stóriðju. Ríkissjóður er að verða af gríðarlegum fjármunum vegna kotungsháttar. Þegar hið pantaða mat frá Landsvirkjun kom fram vildu eigendur vatnréttinda að sjálfsögðu ekki una því. Árni Mathiesen þá fjármálaráðherra, sem handhafi vel á 70% vatnsréttinda, var auðvitað á því einnig og lýsti því yfir þá. Einhvers staðar á leiðinni snérist honum hugur og hann ákvað óvænt bak við tjöldin að taka 180 gráðu snúning í málinu og una matinu. Menn geta velt því fyrir sér hvað olli hugarfarsbreytingu Árna? Hvers vegna hann ákvað að nánast selja Friðriki Sophussyni þá forstjóra Landsvirkjunar sjálfdæmi í málinu og styrkja þannig félaga sinn í sessi? Í leiðinni bjarga þáverandi stjórnvöldum, Geir H. Haarde og Valgerði Sverrisdóttur, frá því klúðri að hafa ekki gengið frá vatnréttindamálum áður en farið var í ofboði til að virkja? Dómari í þjónustu kerfisinsPantað mat? Fyrsta matið (fjölmörg önnur liggja fyrir sem kveða á um allt annað) og dómurinn eru uppá punkt og prik það sem Landsvirkjun ætlaði sér í upphaflegri kostnaðaráætlun að greiða fyrir vatnsréttindin: 400 milljónir. Athugist, þetta er eingreiðsla fyrir vatnréttindin um alla eilífð en það tekur Landsvirkjun fjóra mánuði að hafa fyrir þessari upphæð með hagnaði sínum af Kárahnjúkavirkjun einni þrátt fyrir tombóluverð til Alcoa. Módelið sem Landsvirkjun miðaði við í kostnaðaráætlun sinni er Blönduvirkjun frá árinu 1980! (Af hverju ekki að miða við Hamarskotslækinn í Hafnarfirði sem virkjaður var 1894 og virði vatnsorku þá?) Þetta er þrátt fyrir gerbreytt landslag í orkumálum á heimsvísu, og breytingar orkulaga frá árinu 2003. Af hverju stillir Halldór Björnsson héraðsdómari sér upp með þeim hætti að gera lögmönnum sækjenda að úrslitaatriði að afbyggja þetta tiltekna mat sem byggir á fullkomlega úreltum forsendum? Að öðrum kosti standi það. Auk þess að leggja áherslu á í dómsorði að Árni Mathiesen hafi fyrir sína parta unað mati Landsvirkjunar?! Í engu var tekið tillit til fjölda fordæma um leigu á vatnsorku í nútímanum og einfaldlega raforkuverði og orkusölu dagsins í dag. Þórður Bogason lögfræðingur Landsvirkjunar gat vart leynt glotti sínu þegar dómur var kveðinn upp klukkustund áður en Hæstiréttur kom með álit sitt um stjórnlagaþingskosningar. Leitt að segja en svarið gæti verið á þessa leið: Halldór Björnsson héraðsdómari er taglhnýtingur þess kerfis þaðan sem hann þiggur vald sitt, laun og öryggi. Borin von virðist fyrir einstaklinga að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum kerfisins. Þannig starfa þeir og hafa kannski alltaf gert.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun