Æðisleg tilfinning að gefa peninga til góðs málefnis 23. mars 2011 16:33 Hvergerðingurinn Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg Fermingar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg
Fermingar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira