Þrettán ára stelpa slær í gegn með hræðilegu lagi 18. mars 2011 07:00 Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virðist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black. Rebecca Black er 13 ára söngkona frá Anaheim í Kaliforníu. Hún birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn. Lagið er hrikalega slæmt, sem virðist vera ástæðan fyrir því að það fór að ganga á milli manna, meðal annars á Facebook. Síðasta föstudag var búið að horfa á það 40.000 sinnum, en fimm dögum síðar hafði verið horft á það um 10 milljónum sinnum. Þegar þetta er skrifað nálgast myndbandið 13 milljónir áhorfa. Vinsældirnar eru með ólíkindum. Rebecca Black ætlar að hagnast á þessum nýtilkomnu vinsældum og á miðvikudag gaf hún lagið út á netinu. Fjölmargir eru tilbúnir að borga fyrir að hlusta á Black, en í gær sat lagið í 67. sæti á iTunes-vinsældalistanum, fyrir ofan listamenn á borð við Katy Perry, Rihönnu og Justin Bieber. Enn er óvíst hversu mörg eintök af laginu hafa selst. Til upplýsingar þá var lagið California Gurls með Katy Perry mest selda lagið á iTunes í fyrra og seldist í um 4,4 milljónum eintaka. Black rukkar 99 sent fyrir niðurhalið og ekki nema lítill hluti af þeim sem hafa horft á myndbandið við lagið á Youtube þurfa að borga fyrir lagið til að gera hana að milljónamæringi. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virðist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black. Rebecca Black er 13 ára söngkona frá Anaheim í Kaliforníu. Hún birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn. Lagið er hrikalega slæmt, sem virðist vera ástæðan fyrir því að það fór að ganga á milli manna, meðal annars á Facebook. Síðasta föstudag var búið að horfa á það 40.000 sinnum, en fimm dögum síðar hafði verið horft á það um 10 milljónum sinnum. Þegar þetta er skrifað nálgast myndbandið 13 milljónir áhorfa. Vinsældirnar eru með ólíkindum. Rebecca Black ætlar að hagnast á þessum nýtilkomnu vinsældum og á miðvikudag gaf hún lagið út á netinu. Fjölmargir eru tilbúnir að borga fyrir að hlusta á Black, en í gær sat lagið í 67. sæti á iTunes-vinsældalistanum, fyrir ofan listamenn á borð við Katy Perry, Rihönnu og Justin Bieber. Enn er óvíst hversu mörg eintök af laginu hafa selst. Til upplýsingar þá var lagið California Gurls með Katy Perry mest selda lagið á iTunes í fyrra og seldist í um 4,4 milljónum eintaka. Black rukkar 99 sent fyrir niðurhalið og ekki nema lítill hluti af þeim sem hafa horft á myndbandið við lagið á Youtube þurfa að borga fyrir lagið til að gera hana að milljónamæringi. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Sjá meira