Þrettán ára stelpa slær í gegn með hræðilegu lagi 18. mars 2011 07:00 Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virðist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black. Rebecca Black er 13 ára söngkona frá Anaheim í Kaliforníu. Hún birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn. Lagið er hrikalega slæmt, sem virðist vera ástæðan fyrir því að það fór að ganga á milli manna, meðal annars á Facebook. Síðasta föstudag var búið að horfa á það 40.000 sinnum, en fimm dögum síðar hafði verið horft á það um 10 milljónum sinnum. Þegar þetta er skrifað nálgast myndbandið 13 milljónir áhorfa. Vinsældirnar eru með ólíkindum. Rebecca Black ætlar að hagnast á þessum nýtilkomnu vinsældum og á miðvikudag gaf hún lagið út á netinu. Fjölmargir eru tilbúnir að borga fyrir að hlusta á Black, en í gær sat lagið í 67. sæti á iTunes-vinsældalistanum, fyrir ofan listamenn á borð við Katy Perry, Rihönnu og Justin Bieber. Enn er óvíst hversu mörg eintök af laginu hafa selst. Til upplýsingar þá var lagið California Gurls með Katy Perry mest selda lagið á iTunes í fyrra og seldist í um 4,4 milljónum eintaka. Black rukkar 99 sent fyrir niðurhalið og ekki nema lítill hluti af þeim sem hafa horft á myndbandið við lagið á Youtube þurfa að borga fyrir lagið til að gera hana að milljónamæringi. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virðist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black. Rebecca Black er 13 ára söngkona frá Anaheim í Kaliforníu. Hún birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn. Lagið er hrikalega slæmt, sem virðist vera ástæðan fyrir því að það fór að ganga á milli manna, meðal annars á Facebook. Síðasta föstudag var búið að horfa á það 40.000 sinnum, en fimm dögum síðar hafði verið horft á það um 10 milljónum sinnum. Þegar þetta er skrifað nálgast myndbandið 13 milljónir áhorfa. Vinsældirnar eru með ólíkindum. Rebecca Black ætlar að hagnast á þessum nýtilkomnu vinsældum og á miðvikudag gaf hún lagið út á netinu. Fjölmargir eru tilbúnir að borga fyrir að hlusta á Black, en í gær sat lagið í 67. sæti á iTunes-vinsældalistanum, fyrir ofan listamenn á borð við Katy Perry, Rihönnu og Justin Bieber. Enn er óvíst hversu mörg eintök af laginu hafa selst. Til upplýsingar þá var lagið California Gurls með Katy Perry mest selda lagið á iTunes í fyrra og seldist í um 4,4 milljónum eintaka. Black rukkar 99 sent fyrir niðurhalið og ekki nema lítill hluti af þeim sem hafa horft á myndbandið við lagið á Youtube þurfa að borga fyrir lagið til að gera hana að milljónamæringi. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira