Óvissa kallar á aðgæslu 17. mars 2011 05:15 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson Fram kom á kynningarfundi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar í gær að nýbirtir þjóðhagsreikningar sýndu meiri slaka í þjóðarbúskapnum en ráð hefði verið fyrir gert.Fréttablaðið/GVA Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira