Óvissa kallar á aðgæslu 17. mars 2011 05:15 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson Fram kom á kynningarfundi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar í gær að nýbirtir þjóðhagsreikningar sýndu meiri slaka í þjóðarbúskapnum en ráð hefði verið fyrir gert.Fréttablaðið/GVA Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira