Bieber-æði á Íslandi: Koma grátandi út úr bíó Atli Fannar Bjarkason skrifar 4. mars 2011 00:01 Justin Bieber hefur unnið hjörtu íslensku kvenþjóðarinnar. „Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða. Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða.
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira