Bragðlaus kokkteill hjá Statham Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. mars 2011 06:00 Bíó The Mechanic Leikstjóri: Simon West Aðalhlutverk: Jason Statham, Ben Foster, Donald Sutherland, Tony Goldwyn. Jason Statham er mistækur. Hann er aldrei betri en myndirnar sem hann leikur í, ólíkt leikurum sem tekst að vera skemmtilegir í jafnvel hundómerkilegum myndum. Harðhausinn Arnold Schwarzenegger er gott dæmi um slíkan leikara. Það er ekki vegna þess að hann er svo frábær leikari, heldur vegna þess að hann hefur sterka og skemmtilega nærveru sem er algjörlega óháð gæðum myndanna. Þrátt fyrir þetta skulum við ekki minnast einu orði á Batman & Robin. The Mechanic er rólegri en margar myndir Stathams. Galsi mynda á borð við The Transporter og Crank er fjarri góðu gamni en þess í stað er reynt að skapa hæga og stígandi spennu. Titilpersónan er leigumorðingi sem er svikinn af samsteypunni sem hann vinnur fyrir. Einfalt plott, hefur verið notað þúsund sinnum áður, og virkar stundum og stundum ekki. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að það virkar ekki í þetta skiptið. Jason Statham þarf öflugra handrit og fyndnari línur til að vera ekki leiðinlegur. Léttur húmor liggur vel fyrir honum, en þegar húmorinn vantar er hann eins og stirðbusalegur launsonur Bills Pullman og Davids Duchovny. „Leigumorðingi í hefndarhug"-plottið er vissulega klassískt en til að gera það skemmtilegt þurfa að vera á því ófyrirsjáanlegir vinklar. Þeir eru ekki til staðar hér og áhorfandinn er ávallt tíu mínútum á undan myndinni. Illmennið er litlaust og ósannfærandi. Áhorfandinn þarf að fyrirlíta illmennið jafn mikið og það elskar hetjuna. Þessar sterku tilfinningar er hvergi að finna í The Mechanic. Hasarmyndir geta verið svo skemmtilegar. Hafi maður fjárráð og hæfileika eru manni engin takmörk sett og því er undarlegt að eyða púðri í jafn bragðlausan kokkteil og þessa mynd. Simon West (leikstjóri myndarinnar) gerði til dæmis hina fáránlegu en stórskemmtilegu Con Air. Hann á að geta miklu betur en The Mechanic. Niðurstaða: Hasarmyndir nútímans eru flestar í stjórnlausum og þreytandi rallígír. The Mechanic er gamall karl á Volvo með stóðið á eftir sér. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó The Mechanic Leikstjóri: Simon West Aðalhlutverk: Jason Statham, Ben Foster, Donald Sutherland, Tony Goldwyn. Jason Statham er mistækur. Hann er aldrei betri en myndirnar sem hann leikur í, ólíkt leikurum sem tekst að vera skemmtilegir í jafnvel hundómerkilegum myndum. Harðhausinn Arnold Schwarzenegger er gott dæmi um slíkan leikara. Það er ekki vegna þess að hann er svo frábær leikari, heldur vegna þess að hann hefur sterka og skemmtilega nærveru sem er algjörlega óháð gæðum myndanna. Þrátt fyrir þetta skulum við ekki minnast einu orði á Batman & Robin. The Mechanic er rólegri en margar myndir Stathams. Galsi mynda á borð við The Transporter og Crank er fjarri góðu gamni en þess í stað er reynt að skapa hæga og stígandi spennu. Titilpersónan er leigumorðingi sem er svikinn af samsteypunni sem hann vinnur fyrir. Einfalt plott, hefur verið notað þúsund sinnum áður, og virkar stundum og stundum ekki. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að það virkar ekki í þetta skiptið. Jason Statham þarf öflugra handrit og fyndnari línur til að vera ekki leiðinlegur. Léttur húmor liggur vel fyrir honum, en þegar húmorinn vantar er hann eins og stirðbusalegur launsonur Bills Pullman og Davids Duchovny. „Leigumorðingi í hefndarhug"-plottið er vissulega klassískt en til að gera það skemmtilegt þurfa að vera á því ófyrirsjáanlegir vinklar. Þeir eru ekki til staðar hér og áhorfandinn er ávallt tíu mínútum á undan myndinni. Illmennið er litlaust og ósannfærandi. Áhorfandinn þarf að fyrirlíta illmennið jafn mikið og það elskar hetjuna. Þessar sterku tilfinningar er hvergi að finna í The Mechanic. Hasarmyndir geta verið svo skemmtilegar. Hafi maður fjárráð og hæfileika eru manni engin takmörk sett og því er undarlegt að eyða púðri í jafn bragðlausan kokkteil og þessa mynd. Simon West (leikstjóri myndarinnar) gerði til dæmis hina fáránlegu en stórskemmtilegu Con Air. Hann á að geta miklu betur en The Mechanic. Niðurstaða: Hasarmyndir nútímans eru flestar í stjórnlausum og þreytandi rallígír. The Mechanic er gamall karl á Volvo með stóðið á eftir sér.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira