Alonso telur að fjögur keppnislið verði sterkust í Formúlu 1 28. janúar 2011 17:44 Fernando Alonso situr á nýja Ferrari keppnisbílnum sem var frumsýndur í dag. Mynd: Ferrari Fernando Alonso hjá Ferrari telur að fjögur keppnislið verði í baráttunni um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann afhjúpaði nýja Ferrari keppnisbílinn með Felipe Massa í Maranello á Ítalíu í dag. Þeir eru liðsfélagar eins og í fyrra. Alonso sagði í frétt á heimasíðu Ferrari að menn væru áræðnir hjá Ferrari, en liðið var með sérstaka frumsýningu á nýjum keppnisbíl liðsins í dag, en önnur lið munu sýna bíla sína á fyrstu æfingum í næstu viku að sögn Alonso. "Ég hugsa að Mercedes gæti hafa smíðað samkeppnisfæran bíl, einnig McLaren og Red Bull. Við verðum að berjast við þessi lið", sagði Alonso um komandi titilslag. Hann mun aka spánýju ökutæki á þessu keppnistímabili, sem er sniðið að nýjum keppnisreglum og ekið verður á dekkjum frá nýjum dekkjaframleiðanda, sem er Pirelli. "Þegar ég mætti til leiks (með Ferrari í fyrra) þá upplifði ég ólíkan bíl frá því sem ég hafði ekið áður. Á þessu ári tel ég að akstursstíll minn hafi haft áhrif á hönnun og þróun bílsins. Núna þekki ég líka starfsmenn liðsins og er í góðum samskiptum og set á þá pressu öllum stundum", sagði Alonso. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari telur að fjögur keppnislið verði í baráttunni um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann afhjúpaði nýja Ferrari keppnisbílinn með Felipe Massa í Maranello á Ítalíu í dag. Þeir eru liðsfélagar eins og í fyrra. Alonso sagði í frétt á heimasíðu Ferrari að menn væru áræðnir hjá Ferrari, en liðið var með sérstaka frumsýningu á nýjum keppnisbíl liðsins í dag, en önnur lið munu sýna bíla sína á fyrstu æfingum í næstu viku að sögn Alonso. "Ég hugsa að Mercedes gæti hafa smíðað samkeppnisfæran bíl, einnig McLaren og Red Bull. Við verðum að berjast við þessi lið", sagði Alonso um komandi titilslag. Hann mun aka spánýju ökutæki á þessu keppnistímabili, sem er sniðið að nýjum keppnisreglum og ekið verður á dekkjum frá nýjum dekkjaframleiðanda, sem er Pirelli. "Þegar ég mætti til leiks (með Ferrari í fyrra) þá upplifði ég ólíkan bíl frá því sem ég hafði ekið áður. Á þessu ári tel ég að akstursstíll minn hafi haft áhrif á hönnun og þróun bílsins. Núna þekki ég líka starfsmenn liðsins og er í góðum samskiptum og set á þá pressu öllum stundum", sagði Alonso.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira