Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu 14. febrúar 2011 10:36 Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira