Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu 14. febrúar 2011 10:36 Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira