Körfubolti

Hlynur hitti úr 62 prósent skota sinna í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik með Snæfelli í fyrra.
Hlynur Bæringsson í leik með Snæfelli í fyrra. Mynd/Daníel
Hlynur Bæringsson átti ótrúlegan desember-mánuð með sænska körfuboltaliðinu Sundsvall Dragons og átti mikinn þátt í því að liðið vann alla sex leiki sína í mánuðinum. Sundsvall Dragons er nú komið upp að hlið LF Basket í efsta sæti deildarinnar eftir níu sigurleiki í röð.

Hlynur var með 19.3 stig, 8.8 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í mánuðinum og framlag upp á 28,3 í leik. Hlynur var með 12,4 stig í leik í nóvember og skorað 17,3 stig að meðaltali í október.

Eitt það athyglisverðasta var þó skotnýting Hlyns í jólamánuðinum en hann hitti úr 62,3 prósent skota sinna í mánuðinum þar af 62,5 prósent úr þeim sextán þriggja stiga skotum sem hann tók. Hlynur nýtti 38 af 61 skoti sínu þar af 10 af 16 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Hlynur var með 55 prósent eða betri skotnýtingu í öllum þessum sex leikjum Sundsvall í desember og er nú í hópi þeirra leikmanan sem hafa nýtt skotin sín best í deildinni bæði fyrir utan og innan þriggja stiga línuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×