Greiningarfyrirtæki telur byrðina af Icesave hóflega 14. janúar 2011 05:30 Beðið eftir úrslitunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um Icesave í fyrra. Hér má sjá stjórnmálaforingja bíða eftir niðurstöðum. Lög Alþingis voru kolfelld. Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira