Jean Todt, forseti FIA, átti fund með forseta Íslands 15. febrúar 2011 18:33 Garðar Gunnlaugsson, forseti LÍA, Lárus Blöndal, varaforseti ÍSÍ og formaður akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA, Jean Todt og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ hittust í dag, en Todt fór á fundi víða í dag. Forseti aljþjóðabílasambandsins, FIA, Frakkinn Jean Todt kom til Íslands í dag, en hann er yfir bílasambandi sem stýrir umferðarmálum á heimsvísu og ýmsum akstursíþróttargreinum, eins og t.d. Formúlu 1. Todt var á árum áður heimsþekktur fyrir að stýra liði Ferrari í Formúlu 1 og vann marga titla með Michael Schumacher og Ferrari liðinu. Todt tók síðan við embærtti forseta FIA haustið 2009. Todt heimsótti 55 lönd í fyrra til að kynnast af eigin raun hvernig umferðaröryggismál eru í ýmsum löndum og stefnir á að heimsækja 45 lönd á þessu ári. Todt kom frá Noregi í dag, en heldur af landi brott í kvöld til Írlands. "Hann kom til að kynnast hér umferðaröryggi, mengunarmálum og þróun bílsns. Við höfum verið að prófa dekk hérlendis og þróa nýja orkugjafa. Einnig verið með prófanir á bílum og tækjum. Þá voru honum sýnd myndbönd af íslenskri torfæru og rallakstri", sagði Ólafur Guðmundsson, sem starfar að umferðaröryggismálum hérlendis. Ólafur sagði að Todt hefði heimsótt forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og þeir hefðu lært hvor af öðrum um nýja orkugjafa, land og þjóð í víðum skilningi, sem og umferðarmenninguna. Þá hefðu þeir rætt möguleika Íslands í alþjóðlegu samhengi. Todt heimsótti einnig Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og forystu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Hann átti einnig fund með FÍB og LÍA, sem eru aðildarfélög innan FIA. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Forseti aljþjóðabílasambandsins, FIA, Frakkinn Jean Todt kom til Íslands í dag, en hann er yfir bílasambandi sem stýrir umferðarmálum á heimsvísu og ýmsum akstursíþróttargreinum, eins og t.d. Formúlu 1. Todt var á árum áður heimsþekktur fyrir að stýra liði Ferrari í Formúlu 1 og vann marga titla með Michael Schumacher og Ferrari liðinu. Todt tók síðan við embærtti forseta FIA haustið 2009. Todt heimsótti 55 lönd í fyrra til að kynnast af eigin raun hvernig umferðaröryggismál eru í ýmsum löndum og stefnir á að heimsækja 45 lönd á þessu ári. Todt kom frá Noregi í dag, en heldur af landi brott í kvöld til Írlands. "Hann kom til að kynnast hér umferðaröryggi, mengunarmálum og þróun bílsns. Við höfum verið að prófa dekk hérlendis og þróa nýja orkugjafa. Einnig verið með prófanir á bílum og tækjum. Þá voru honum sýnd myndbönd af íslenskri torfæru og rallakstri", sagði Ólafur Guðmundsson, sem starfar að umferðaröryggismálum hérlendis. Ólafur sagði að Todt hefði heimsótt forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og þeir hefðu lært hvor af öðrum um nýja orkugjafa, land og þjóð í víðum skilningi, sem og umferðarmenninguna. Þá hefðu þeir rætt möguleika Íslands í alþjóðlegu samhengi. Todt heimsótti einnig Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og forystu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Hann átti einnig fund með FÍB og LÍA, sem eru aðildarfélög innan FIA.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira